Fara í efni

Fréttir

Þverflautuhátíð

Þverflautunemendur alls staðar af landinu hittust á allsherjar þverflautuhátíð sem haldin var í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar helgina 11.-13. október. Eftir stífar æfingar voru sannkallaðir uppskerutónleikar þar sem nemendur komu saman í fjórum getuskiptum flautukórum.

SN - SUÐRÆNIR OG NORRÆNIR STRENGJATÓNAR

SN - SUÐRÆNIR OG NORRÆNIR STRENGJATÓNAR Kammertónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Efnisskrá tónleikanna einkennist af samspili suðrænna og norrænna tóna. Flutt verður munúðarfullt verk eftir eitt af þekktustu gítartónskáldum 20. aldarinnar, hinn ítalska Mario Castelnuovo. Castelnuovo átti mjög farsælan feril sem kvikmyndatónskáld en hann samdi tónlist við ríflega 200 Hollywoodmyndir. Að auki verður sérlega spennandi frumflutningur á tónverki eftir hinn finnska Matta Saarinen. Matti leggur áherslu á grunntækni um leið og hann gefur sér frelsi til að fara út fyrir rammann og nálgast tónlistina með nýjum hætti í tónsmíðum sínum.

Sóló blásarar

Þann 16. okt eru það nemendur úr blásaradeildinni sem láta ljós sitt skína.

VIÐ SLAGHÖRPUNA - BJÖRG OG JÓNAS

VIÐ SLAGHÖRPUNA - BJÖRG OG JÓNAS 10.10.2013 kl. 20:00 Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari bjóða áheyrendum í ferðalag um heim tónlistarinnar í tali og tónum.

Ungir Pólskir einleikarar

Miðvikudaginn 9. október kl. 18:00 verða tónleikar í Hömrum. Þar koma fram strengjanemendur frá Suzuki Institute í Gdansk í Póllandi en þau eru hér í heimsókn og hafa verið að æfa með strengjanemendum Tónlistaskólans á Akureyri.

Strengjasveitatónleikar í Hofi

Dagana 4.-11. október fær strengjadeild TA í heimsókn góða gesti. Þetta eru hópar strengjanemenda annarsvegar frá Berlíní Þýskalandi og hinsvegar frá Gdanskí Póllandi. Þessir nemendahópar ætla vinna með strengjasveitum skólans yfir helgina. Á mánudaginn þann 7. október kl. 18:00 verða síðan tónleikar í Hamraborg, stóra salnum í Hofi.

Tríó Sunnu Gunnlaugs - Masterclass

Tríó Sunnu Gunnlaugs - Masterclass Miðvikudaginn 2. okt. er masterklass og tónleikar með Tríói Sunnu Gunnlaugs en í tríóinu eru ásamt Sunnu, Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore. Masterklassinn er í samspilsstofunni kl. 17:00-19:00 og tónleikarnir í Hömrum kl. 20:00. Frítt er fyrir nemendur skólans á tónleikana en starfsfólk fær 50% afslátt.

Tríó Cracovia

Tónleikar 3. okt kl. 20:00 í Hofi Aðgangseyrir 2.500 kr Frítt fyrir nemendur TA Tríó Cracovia Tríó „Cracovia“ var stofnað árið 1996 af þrem vinum, fiðluleikaranum Krzystkof Smietana, sellóleikaranum Julian Tryczynski og píanóleikaranum Jerzy Jacek Tosik-Warszawiak. Allir þeir eru fæddir í Kraká og hafa þar lokið háskólaprófi við Tónlistar Akademíuna. Þegar tríóið var stofnað bjuggu þeir í sitt hvoru landinu, Krzystkof Smietana í London, Julian Tryczynski bjó í Winchester í Bandaríkjunum og Jacek Tosik - Warszawiak bjó á Íslandi. Hugmynd að stofnun tríósins var að feta í fótspor „Tríó Kraków“ sem var þekkt í Póllandi á sjötta og sjöunda áratug síðust aldar. Tilraunin gekk vel og kom Tríóið fram á fyrstu tónleikunumm árið 1997.

Foreldravika

Dagana 23. til 27. september er foreldravika í tónlistarskólanum. Í vikunni munu kennarar hitta foreldra og nemendur og undirbúa markmiðssamninga fyrir veturinn. Tilgangurinn með samningunum er að virkja þáttöku nemenda í ákvarðanatöku um eigið nám og gera þeim kleift að koma með óskir um verkefni og markmið vetrarins. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum í tíma og ræða við kennarann um námið. Stuðningur og virk þátttaka foreldra er gríðarlega mikilvægur þáttur í tónlistarnámi.

Tónleikar

Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari halda tónleika í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 26. september kl. 20 Aðgangseyrir er 1.500.- Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson hafa starfad saman i 15 ár Þeir hafa gefid út tvær plötur, Eftir þögn og The box tree sem báðar unnu til íslensku tónlistaverðlaunanna sem plata ársins í flokki jasstónlistar.