28.09.2013
Tónleikar 3. okt kl. 20:00 í Hofi
Aðgangseyrir 2.500 kr
Frítt fyrir nemendur TA
Tríó Cracovia
Tríó Cracovia var stofnað árið 1996 af þrem vinum, fiðluleikaranum Krzystkof Smietana, sellóleikaranum Julian Tryczynski og píanóleikaranum Jerzy Jacek Tosik-Warszawiak. Allir þeir eru fæddir í Kraká og hafa þar lokið háskólaprófi við Tónlistar Akademíuna. Þegar tríóið var stofnað bjuggu þeir í sitt hvoru landinu, Krzystkof Smietana í London, Julian Tryczynski bjó í Winchester í Bandaríkjunum og Jacek Tosik - Warszawiak bjó á Íslandi. Hugmynd að stofnun tríósins var að feta í fótspor Tríó Kraków sem var þekkt í Póllandi á sjötta og sjöunda áratug síðust aldar. Tilraunin gekk vel og kom Tríóið fram á fyrstu tónleikunumm árið 1997.