Fara í efni

Börn fyrir börn í Hofi

Börn fyrir börn í Hofi

Barnamenningarhátíðin Börn fyrir börn verður haldin í Hofi sunnudaginn 16.febrúar þar sem hæfileikarík börn á öllum aldri taka þátt. Á meðal þeirra sem fram koma eru nemendur í Tónlistarskólanum á Akureyri, félagar úr Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri félagarnir Friðrik Ómar Jógvan og kynnir er Lalli töframaður. Tilgangur hátíðarinnar er á meðal annars að skapa vettvang fyrir börn sem hafa áhuga á að taka þátt í menningarstarfi og styrkja gott málefni í leiðinni en á hátíðinni er tekið við frjálsum framlögum til styrktar barnadeildar FSA. Sparisjóður Höfðhverfinga er samstarfsaðili hátíðarinnar en þetta er í þriðja sinn sem að barnamenningarhátíðin Börn fyrir börn er haldin í Hofi.