Fara í efni

Framhaldsprófstónleikar Sunnu Friðjónsdóttur

Framhaldsprófstónleikar Sunnu Friðjónsdóttur

Næsta laugardag heldur Sunna Friðjónsdóttir framhaldsprófstónleikana sína á þverflautu. Sunna byrjaði 6 ára gömul í forskólanum í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, hóf síðan píanónám 7 ára hjá Bjargeyju Ingólfsdóttur. Ári síðar flutti Sunna til Akureyrar. Hún hélt þá áfram á píanó hjá Dýrleifu Bjarnadóttur og hóf flautunám hjá Petreu Óskarsdóttur í Tónlistarskólanum á Akureyri. Samhliða tímunum á Akureyri hefur Sunna sótt einkatíma til Áshildar Haraldsdóttur og fleirra.

Næsta laugardag heldur Sunna Friðjónsdóttir framhaldsprófstónleikana sína á þverflautu. Sunna byrjaði 6 ára gömul í forskólanum í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, hóf síðan píanónám 7 ára hjá Bjargeyju Ingólfsdóttur. Ári síðar flutti Sunna til Akureyrar. Hún hélt þá áfram á píanó hjá Dýrleifu Bjarnadóttur og hóf flautunám hjá Petreu Óskarsdóttur í Tónlistarskólanum á Akureyri. Samhliða tímunum á Akureyri hefur Sunna sótt einkatíma til Áshildar Haraldsdóttur og fleirra. Sunna hefur tekið virkan þátt í hljómsveitarstarfi skólans, m.a. hefur hún spilað með tangóbandinu og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Sunna hefur sótt allskyns masterclassa, þ.á.m. hjá Emily Beynon og Hallfríði Ólafsdóttur. Eftir útskrift hyggst Sunna halda áfram frekara tónlistarnámi. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt og spannar vítt tímabil, frá klassík til samtímans, en yngsta verkið var samið árið 2001.