Tónlistarhátíðin Bergmál 2013
Tónlistarhátíðin Bergmál 2013
FRÉTTATILKYNNING Tónlistarhátíðin Bergmál 2013 HVAÐ? Tónlistarhátíðin Bergmál HVAR? Í Bergi menningarhúsi á Dalvík HVENÆR? Föstudaginn 6. des. kl. 21:00 og laugardaginn 7.des. kl. 20:00 SÉRSTAKIR GESTIR: Ragnheiður Gröndal og Hallveig Rúnarsdóttir, sópran. HEIMASÍÐA: www.bergmal.com NÁNAR Í SÍMA: 696-5298 (Hafdís) Tónlistarhátíðin Bergmál á Dalvík verður haldin í fjórða sinn dagana 6. og 7. desember 2013. Hátíðin hefur verið haldin að sumarlagi í þrjú skipti frá árinu 2010, með þrennum til fimm tónleikum í hvert skipti. Hátíðin í ár er fjórða Bergmálshátíðin og mun hátíðarbragur svo sannarlega einkenna dagskrána, sem er á þessa leið: Föstudaginn 6. desember kl. 21:00 Klukkur klingja - Ragnheiður Gröndal ásamt hljóðfæraleikurum Bergmáls flytur hlýlega vetrartónlist, nýleg lög í bland við efni af plötu Ragnheiðar, Vetrarljóð, sem og þekkt lög eins og Jólaköttinn eftir Ingibjörgu Þorbergs. Miðaverð kr. 3000. Laugardaginn 7. desember kl. 20:00 Jólakonfekt Hallveig Rúnarsdóttir o.fl. Aðventutónlist eins og hún gerist best. Bach, Brahms, Wolf og Fauré, auk íslenskra laga. Þula Café-Bistro bíður tónleikagestum upp á heitan jóladrykk áður en tónleikar hefjast og Bergmál bíður að sjálfsögðu upp á jólakonfekt. Í eldlínunni verður okkar ástsæla sópransöngkona Hallveig Rúnarsdóttir, sem nú í haust fór á kostum sem Micaela í uppfærslu Íslensku óperunnar á Carmen í Hörpu. Sérstakur gestur verður Ella Vala Ármannsdóttir, hornleikari og Svarfdælingur. Miðaverð kr. 2.500 (drykkur og konfekt innifalið). Passi á báða tónleikana á frábæru tilboðsverði aðeins kr. 4.500