Dagur tónlistarskólanna
13.02.2014
Dagur tónlistarskólanna
Laugardaginn 22. febrúar heldur Tónlistarskólinn á Akureyri uppá Dag tónlistarskólanna.
Af því tilefni efnir skólinn til hátíðar í Hofi og býður á tónleika í Hamraborg. Á þessum tónleikum verður stiklað á stóru í tónlistarsögunni í tali og tónum.
Laugardaginn 22. febrúar heldur Tónlistarskólinn á Akureyri uppá Dag tónlistarskólanna.
Af því tilefni efnir skólinn til hátíðar í Hofi og býður á tónleika í Hamraborg. Á þessum tónleikum verður stiklað á stóru í tónlistarsögunni í tali og tónum. Þar koma fram nemendur á öllum stigum, einir sér eða í hópum, stórum sem smáum. Tónleikarnir verða kl. 13:00 og síðan endurteknir kl. 15:00, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.