12 vikna byrjendanámskeið í upptökutækni verður í
boði í haust. Í náminu verður farið yfir helstu þætti í
hljóðupptökum svo sem eðli hljóðs, stafrænt hljóð,
virkni hljóðnema og þann vélbúnað og hugbúnað
sem notaður er í hljóðupptökum.
Tónlistarskólinn býður nú upp á ráðgjöf til nemenda varðandi námsmöguleika við skólann. Ráðgjöfin er hugsuð til að aðstoða nemendur sem t.d. eru á leið í framhaldsnám, eða langar að breyta til, eða finna sig ekki í því námi sem þeir eru í.
Enn eru laus pláss í forskóla í Glerár- og Oddeyrarskóla. Innritun fer fram á tonak.is. Forskólinn er ætlaður nemendum í 1. og 2. bekk grunnskólanna. Kennslan fer fram í húsnæði grunnskólanna strax að loknum skóladegi, milli kl. 13.00 og 13.30.
Þriðjudaginn 3. júní s.l. var Tónlistarskólanum slitið en skrifstofan er opin til 20. júní og hvetjum við nemendur sem eiga ósótt skírteini að koma við og sækja þau.
Gleðilegt sumar
Búið er að opna á ný fyrir umsóknir fyrir skólaárið 2014-2015. Því miður er ekki laust nema í forskóla (1. og 2. bekkur) Hringekju (3. og 4. bekkur) rafbassa og harmónikku.
Söngnemendur geta þó sótt um þar sem þar eru inntökupróf í haust.
Alexander Smári Kristjánsson Edelstein heldur píanótónleika í Hömrum.
Tónleikarnir hefjast kl. 17:30 Leikin verða verk eftir Beethoven, Bach, Chopin og Liszt.
Aðgangur ókeypis.