Fara í efni

Fréttir

Framhaldsprófstónleikar Rannveig Elíasdóttir sópran

Laugardaginn 26. apríl 2014 kl. 14:00 heldur Rannveig Elíasdóttir framhaldsprófstónleika í Hömrum. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög og aríur. Meðleikarar eru Daníel Þorsteinsson á píanó og Hjörleifur Örn Jónsson á víbrafón. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Tónleikar SN, TA og Pollapönks á sumardaginn fyrsta

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt 250 nemendum TA flytur pönk í fyrsta sinn á á 20 ára ferli sínum á sumardaginn fyrsta 24. apríl kl. 16:00 í Hofi með Evróvisjónfarana Pollapönk í fararbroddi. Undirbúningur stendur sem hæst og mikið fjör og gleði einkennir allan undirbúninginn í sannkölluðum anda Pollapönks. Á tónleikunum verða vinsælustu lög Pollapönks flutt og að sjálfssögðu Evróvisjónlagið sjálft. Það er uppselt á tónleikana.

Pollapönk á morgun

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt 250 nemendum TA flytur pönk í fyrsta sinn á á 20 ára ferli sínum á sumardaginn fyrsta 24. apríl kl. 16:00 í Hofi með Evróvisjónfarana Pollapönk í fararbroddi. Undirbúningur stendur sem hæst og mikið fjör og gleði einkennir allan undirbúninginn í sannkölluðum anda Pollapönks. Á tónleikunum verða vinsælustu lög Pollapönks flutt og að sjálfssgöðu Evróvisjónlagið sjálft. Það er uppselt á tónleikana. Það er að mörgu að hyggja við undirbúning tónleikanna framundan, meðal annars þarf að tryggja að hljómsveitarstjórinn Guðmundur Óli Gunnarsson sé rétt klæddur. Hann mun bregða út af vananum og í stað hefðbundinna kjólfata mun hann að sjálfssögðu klæðast Henson galla að hætti Pollapönksmanna á sumardaginn fyrsta í Hofi. Guðmundur Óli segir m.a. að þessu tilefni „Þessi galli er stórkostlegur. Ég hef aldrei verið jafn frjáls á tónleikum. Þetta gæti jafnvel orðið að einkennisklæðnaði framtíðarinnar,“ Í meðfylgjandi mynd má sjá nýjasta útlit hljómsveitarstjóra SN af þessu tilefni.

Páskatónleikar í Giljaskóla

Nú standa yfir Páskatónleikar í Giljaskóla en þeir eru fastur liður í dagatalinu og hafa verið frá því Giljaskóli tók til starfa. Þar koma fram nemendur Tónlistarskólans sem eru í Gíljaskóla ásamt kór undir stjórn Ástu Magnúsdóttur tónmenntakennari.

SN - STÓRTÓNLEIKAR Á SKÍRDAG

SN - STÓRTÓNLEIKAR Á SKÍRDAG Sinfónía nr.6 eftir Mahler. Risavaxin hljómsveit, gríðarstór hljómur, miklar tilfinningar og stórkostleg tónlist! Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnar 20 ára afmæli sínu með glæsibrag. Á efnisskránni er 6. sinfónía Mahlers sem er talin ein magnaðasta sinfónía allra tíma en sagt er að Mahler hafi með tónsmíðum sínum fullkomnað sinfóníuna. Sinfónía Mahlers nr. 6 hefur allt sem góð tónlist hefur til að bera. Dramatík og kyrrð, ást og reiði, lúðra og strengi, flautur og hamar. Þetta er tónlist sem er í senn ógnvænleg og ljúf.

Innritun er hafin

Núverandi nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám við Tónlistarskólann á Akureyri þurfa að endurnýja umsókn fyrir skólaárið 2014-2015. Nemendur á biðlista þurfa einnig að endurnýja umsókn sína. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum á tonak.is. ATH : Ekki er tekið við innritun í síma. Endurnýja þarf skólavist fyrir 1. maí 2014. Vinsamlegast látið einnig vita ef þið hyggið ekki á áframhaldandi nám.

Þorsteinn Sindri Baldvinsson

Þorsteinn Sindri Baldvinsson leikur aðalhlutverkið í glænýrri stjörnum prýddri auglýsingu frá Pepsi. Þorsteinn er 21 árs gamall Akureyringur og stundar tónlistarnámi í Tónlistarskólanum á Akureyri. Hann hefur reglulega birt tónlistarmyndbönd inn á Youtube-rás sinni, undir listamannsnafninu Stony, frá árinu 2012.

Nótan í Hörpu

Nemendur tónlistarskólans stóðu sig með mikilli prýði á Nótunni í Hörpu síðastliðinn sunnudag. Flutningur allra atriða var frábær og kom hópurinn á endanum heim með Nótu í Farteskinu fyrir flutning Brynjars Friðriks Péturssonar, Hafdísar Þorbjörnsdóttur og Hjartar Snæs Jónssonar á laginu The way I am. Þátttakendur á uppskeruhátíðinni voru eftirfarandi :