Fara í efni

Fréttir

Umsóknir

Búið er að opna á ný fyrir umsóknir fyrir skólaárið 2014-2015. Því miður er ekki laust nema í forskóla (1. og 2. bekkur) Hringekju (3. og 4. bekkur) rafbassa og harmónikku. Söngnemendur geta þó sótt um þar sem þar eru inntökupróf í haust.

Flautur á leiði í sumarfrí

Þessi mynd er tekin síðasta kennsludag Tónlistarskólans og hér var Flautusamspilsæfing flutt út á pall í heimboði kennarans, Petreu Óskarsdóttur.

Skólaslit 2014

Skólaslit verða Þriðjudaginn 3. júní kl. 18:00 í Hamraborg Tónlistaratriði og afhending námsmats.

Píanótónleikar

Alexander Smári Kristjánsson Edelstein heldur píanótónleika í Hömrum. Tónleikarnir hefjast kl. 17:30 Leikin verða verk eftir Beethoven, Bach, Chopin og Liszt. Aðgangur ókeypis.

Óperublót

Óperublót Tónlistarskólans á Akureyri verður haldið miðvikudaginn 28. maí kl. 20:00 í Hofi. Leikstjóri og höfundur sýningarinnar er Ívar Helgason og um tónlistarstjórn sér Daníel Þorsteinsson.

Söngtónleikar

Þriðjudaginn 27. maí kl. 17:00 heldur Ingunn Pálsdóttir sópran tónleika í Hömrum. Ingunn hefur lært söng hjá Michael Clarke undanfarin ár. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög og aríur.

Framhaldsprófstónleikar Stip Bos bass-barítón

Föstudaginn 23. maí kl. 18:00 heldur Stip Bos bass-bartón framhaldsprófstónleika í Hömrum. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög og aríur. Meðleikari er Daníel Þorsteinsson.

Vortónfundur harmonikkunemenda

Tónfundur harmonikkunemenda verður haldinn þann 19.05.2014 kl.19:30 í Dynheimum. Með sumarkveðju. Vaclav

Vortónleikar Rytmísku söngdeildar

Vortónleikar Rytmísku söngdeildar verður Mánudaginn 19. maí kl. 17:00 í Hömrum Meðleikari er Risto Laur Allir hjartanlega velkomnir