Fara í efni

Fréttir

Dagur tónlistarskólanna

Tónlistarskólinn á Akureyri heldur upp á dag tónlistarskólanna í Hofi þann 14. febrúar næstkomandi. Hof mun iða af lífi og tónlist þennan dag en dagskráin hefst með söng í Hamragili kl 12:45. Klukkan 13 hefst svo hljóðfærakynning og hljóðfærasmiðja opnar jafnframt. Fernir tónleikar verða í Hömrum; kl 13, 14, 15 og 16 þar sem m.a. koma fram strengja- og blásarasveitir auk fjölda annarra atriða og verður fjölbreytnin í fyrirrúmi. Ókeypis er á alla tónleikana, kynningarnar og smiðjurnar og eru allir hjartanlega velkomnir til okkar.

Mærþöll

Á degi tónlistarskólanna þann 14. Febrúar nk. mun Tónlistarskólinn setja upp fjórða Óperublótið.. Mærþöll er ópera eftir Þórunni Guðmundsdóttur byggð á gömlu íslensku ævintýri. Í sögunni um Mærþöll kynnumst við þremur álagaglöðum álfkonum, sorgmæddri hertogafrú, vitgrönnum hertoga, ágjörnum féhirði, latri vinnukonu, kúski og kærustunni hans. Ekki má gleyma hinum hrifnæma prinsi Pétri og hertogadótturinni Mærþöll sem getur grátið gulli, þótt það sé álitamál hvort það færi henni hamingju. Sagan höfðar bæði til barna og fullorðinna; gleði, sorgir, ástarmál, álög og óvæntar uppákomur. Þórunn skrifaði þessa óperu miðaða út frá getu nemenda, bæði söngvara og hljóðfæraleikara í hljómsveit.

Jóla solfeges

Það er alveg ótrúlega gaman í Solfege tímum og í síðustu tímunum sömdu nokkrir hópar hvert sitt jólalag:)

Jólatónleikar jólin 2014

Jólatónleikar sem eru framundan jólin 2015 10. des Jólatónleikar tónlistarskólans í Hamraborg kl 18 12. des Jólasamsöngur forskóla- og hringekjunemenda kl 16:30. 16. des Gítardeild jólatónleikar kl 18 17. des Jólasöngtónleikar kl 20:00 Miðvikudaginn 10. desember kl 18 verða jólatónleikar Tónlistarskólans í Hamraborg. Fram koma nemendur úr ýmsum deildum skólans og af öllum námsstigum og leika fjölbreytta tónlist en auðvitað er jólatónlist í forgrunni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Litlu jól Rytmísku deildarinnar

Mánudaginn 8. des verða haldin litlu-jól í Rytmísku deildinni þar sem við kennarar og nemendur í RTD ætlum við að eiga skemmtilega stund saman. Nokkur tónlistaratriði verða flutt og hver veit nema við endum svo með risasamspili ef þannig liggur á okkur. Við hlökkum til að sjá ykkur. Kennarar í RTD

Jólatónleikar Suzukideildar

Minnum á jólatónleika suzukideildar sem haldnir verða laugardaginn 6. desember með jólaballi og kaffihlaðborði. Tónleikarnir verða í Hömrum og hefjast kl 11:00. Að tónleikum loknum verður dansað kringum jólatréð. Að því loknu verður farið upp á 3. hæð þar sem selt verður kaffi. Kaffið verður selt til fjáröflunar, kr 1000 fyrir fullorðna. Allir eru beðnir um að koma með smákökur, muffins eða annað sem þægilegt er að taka í servíettu, á hlaðborðið.

Velkomin aftur í tónlistarskólann:-)

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum skrifuðu Félag tónlistarkennara og Samand íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í morgun.

Strengjasveitamót

Um næstu helgi verður haldið strengjasveitarmót á Akureyri. Þar munu tæplega 300 strengjanemendur hvaðanæva að af landinu koma saman og spila af hjartans lyst. Mótið hefst á föstudagskvöld og verður æft þá og allan laugardaginn í Brekkuskóla, Íþróttahöllinni og í Hofi.

Föstudagsfreistingar

Hádegistónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar, Föstudagsfreistingar, er löngum orðin þekkt meðal Akureyringa. Að þessu sinni koma fram Michael Jón Clarke baritón og Daníel Þorsteinsson píanóleikari og flytja lög eftir Michael.