Fara í efni

Fréttir

Strengjasveitamót

Um næstu helgi verður haldið strengjasveitarmót á Akureyri. Þar munu tæplega 300 strengjanemendur hvaðanæva að af landinu koma saman og spila af hjartans lyst. Mótið hefst á föstudagskvöld og verður æft þá og allan laugardaginn í Brekkuskóla, Íþróttahöllinni og í Hofi.

Föstudagsfreistingar

Hádegistónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar, Föstudagsfreistingar, er löngum orðin þekkt meðal Akureyringa. Að þessu sinni koma fram Michael Jón Clarke baritón og Daníel Þorsteinsson píanóleikari og flytja lög eftir Michael.

SN Mozart go Haydn

Haydn og Mozart voru góðir vinir og höfðu sterk áhrif hvor á annan, enda snillingar báðir tveir sem ögruðu samtímafólki sínu og mótuðu tónlistarsöguna m.a. með ástríðu sinni og kjarki til að fara nýjar leiðir.

Vortónleikar Blásaradeildarinnar

Vortónleikar blásaradeildar verða haldnir þriðjudaginn 5. maí kl 18:00 í Hömrum. Fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá, allir velkomnir!