Samkór söngdeilda Tónlistarskólans á Akureyri
Heldur tónleika ásamt Elikuren kammerkór frá Þýskalandi.
Stjórnandi: Christiane Kampe
Akureyrarkirkja Miðvikudaginn 27. Maí kl: 20:00
Søren og Jóhann Hjörleifsson verða með masterclass í Tónlistarskólanum á Akureyir í Hofi föstudaginn 22. maí kl. 16:00
Frítt meðan húsrúm leyfir
Allir velkomnir
Rósa Ingibjörg Tómasdóttir var að ljúka miðprófi í rythmískum söng og heldur nú á vit nýrra ævintýra. Að því tilefni heldur hún stutta tónleika í Fljótinu í Hofi miðvikudaginn 20 maí kl. 12.30. Með henni spila einvala lið úr röðum kennarra Tónlistarskólans á Akureyri. Allir eru velkomnir.
Laugardaginn 9. maí 2015 kl. 14 heldur Aldís Bergsveinsdóttir fiðluleikari framhaldsprófstónleika í Hömrum í Hofi. Á efnisskránni verða spiluð verk eftir Bach, Kabalevsky, Bartók og Wieniawski. Meðleikarar eru Timothy A. Knappet á píanó og Steinunn Atladóttir á fiðlu. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Laugardaginn 9. maí 2014 kl. 16:00 heldur Steinunn Atladóttir fiðluleikari framhaldsprófstónleika í Hömrum. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Bruch, Wieniawski og Massenet. Meðleikarar eru Timothy A Knappet á píanó og Aldís Bergsveinsdóttir á fiðlu. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Föstudaginn 15. maí 2015 kl. 18:00 heldur Brynjar Friðrik Pétursson gítarleikari framhaldsprófstónleikana sína í Hömrum.
Þetta er þriðji veturinn sem Brynjar stundar nám við skólann og hefur hann haft tvo kennara, þá Daniele Basini og Matta Saarinen.
Djasstónleikar - Kristjana Stefánsdóttir og Sigurður Flosason
Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir og saxófónleikarinn Sigurður Flosason halda tónleika með kennurum og nemendum Tónlistarskólans á Akureyri mánudagskvöldið 4. maí kl. 20:30 í Hömrum, Hofi. Flutt verða jazzsönglög sem Sigurður og Kristjana hafa hljóðritað á plötunum Hvar er tunglið?\" og Í nóttinni\". Lögin eru eftir Sigurð við ljóð erftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.
Innritun fyrir skólaárið 2015-2016 er hafin og stendur yfir til 1. maí
Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum á vefsíðunni www.tonak.is
Ekki verður tekið við umsóknum í gegnum síma en allar upplýsingar um námið má nálgast á heimasíðu skólans eða hjá ritara í síma 460-1170.