Fara í efni

Fréttir

Jólatónleikar Blásaradeildar

Jólatónleikar blásaradeildar verða í Hömrum miðvikudaginn 2. Desember kl 17:30. Efnisskráin er fjölbreytt; jólatónlistin er þó áberandi og leikið er á fjölmörg hljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Jólatónleikar Blásarasveita

Blásarasveitir tónlistarskólans halda tónleika þriðjudaginn 1.12. Þarna koma fram stórsveitin, skipuð lengst komnu nemendum skólans, blásarasveitin sem er aðallega fólk á unglingsaldri og grunnsveitin sem er yngsta hljómsveitin... Og sú sprækasta. Vonumst til að sjá marga stuðningsmenn, kaffisala verður eftir tónleika skipulögð af foreldrafélaginu.

Jólatónleikar 2015

Jólatónleikar Tónlistarskólans á Akureyri Nú fer að líða að jólum og við í tónlistarskólanum erum heldur betur komin í jólaskap og erum á fullu að undirbúa jólatónleika. Allar deildir skólans halda amk eina jólatónleika og eru allir hjartanlega velkomnir. Hér er dagskrá jólatónleikana og eru allir tónleikar í Hömrum.

Óskalög þjóðarinnar í blásarabúningi

Óskalög þjóðarinnar í blásarabúningi Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri mun tók þátt í þessum frábæra viðburði. Sunnudaginn 15. nóvember voru haldnir maraþontónleikar í Norðurljósum í Hörpu, þar sem fram komu fjórtán íslenskar skólalúðrasveitir. Tónleikarnir stóðu yfir frá klukkan ellefu að morgni til klukkan sex að kvöldi með nýrri hljómsveit á hálftíma fresti yfir daginn. Blásarasveit tónlistarskólans stóð sig heldur betur vel í Hörpu á blásarasveitarmaraþoni sem haldið var 15.11 nóvember síðastliðinn. Hér eru þau rjóð og kát nýkomin af sviði.

VI. píanókeppni EPTA 2015

Sjötta píanókeppni Íslandsdeildar EPTA (Evrópusambands píanókennara) fór fram í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, dagana 4. til 8. nóvember. Þrír píanónemendur fóru frá Tónlistarskólanum á Akureyri og voru það Þeir Björn Helgi Björnsson nemandi, Lidiu Kolowsoska og Eysteinn Ísidór Ólafsson, einnig nemandi Lidiu. Kepptu þeir báðir í 1. flokki 14 ára og yngri Alexander Smári Kristjánsson Edelstein, nemandi Þórarins Stefánssonar. Björn keppti í 1. flokki: 14 ára og yngri í VI. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA

Óskalög þjóðarinnar í blásarabúningi

Óskalög þjóðarinnar í blásarabúningi Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri mun taka þátt í þessum frábæra viðburði. Sunnudaginn 15. nóvember verða haldnir maraþontónleikar í Norðurljósum í Hörpu, þar sem fram koma fjórtán íslenskar skólalúðrasveitir. Tónleikarnir standa yfir frá klukkan ellefu að morgni til klukkan sex að kvöldi með nýrri hljómsveit á hálftíma fresti yfir daginn.

Orgelhúsið

Orgelhúsið, útgáfutónleikar í Akureyrarkirkju 14. nóvember kl. 13:00 og 14:30. Lítil saga úr orgelhúsi er myndskreytt tónlistarævintýri fyrir börn sem leiðir hlustendurna inn í töfraheim pípuorgelsins.

Píanótónleikar í dag kl. 17:00

Píanótónleikar í Hömrum á mánudegi 26 október kl.17:00. Á tónleikunum koma fra píanónemedur sem taka þátt í píanókeppni EPTA í Salnum í Kópavogi 3 - 8 nóvember. Þessi nemendur eru: Eynsteinn Ísidór Ólafsson, Björn Helgi Björnsson og Alexander Smári Krisjánsson. Við óskum þeim góðs gengis og allir hjartanlega velkomnir

Miðannamat

Um miðja önn í október fer fram miðannamat. Það er einnig gert í Visku. Miðannamatið er bara ein setning, en hægt er að velja á milli nokkurra möguleika í kerfinu sem gefa nemendum og forráðamönnum upplýsingar um námsstöðu. Nemendur eiga að fá miðannamat fyrir allar greinar einkatíma jafnt sem hóptíma, hljómsveitir o.s.frv. nema kjarnagreinar.

Gréta Salóme í heimsókn

Föstudaginn 16. október fékk Tónlistarskólinn á Akureyri góða heimsókn, en það var hún Gréta Salóme fiðluleikari og söngkona sem heimsótti skólann og spilaði með nokkrum fiðlunemendum. Svona heimsóknir eru mjög hvetjandi fyrir nemendur og var mikil einbeiting og gleði í gangi hjá þessum nemendum sem tóku þátt.