Fara í efni

Fréttir

Páskafrí 2016

Páskafrí er að bresta á og kennt verður út þessa viku og er föstudagurinn 18. mars síðasti kennsludagur fyrir páska og miðvikudaginn 30. mars hefst kennsla aftur eftir páska. Gleðilega páska :-)

Páskatónleikar í Giljaskóla

Föstudaginn 18. mars verða árlegir tónleikar Tónlistarskólans í Giljaskóla. Tvennir tónleikar verða, þeir fyrri kl 10:00 og seinni kl 10:45. Fram koma nemendur Tónlistarskólans á Akureyri sem eru jafnframt nemendur Giljaskóla

Nótan 2016

Við óskum öllum fulltrúum skólans í Svæðiskeppni Nótunnar fyrir Norður- og Austurland innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. Þeir Birkir Blær Óðinsson gítarleikari og Gísli Rúnar Víðisson tenór verða fulltrúar skólans í Hörpu 10. apríl næstkomandi.

Þorgerðartónleikar

Miðvikudaginn 9. mars 2016 kl. 20:00 verða haldnir tónleikar í Hofi til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur. Þorgerður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til London í framhaldsnám er hún lést af slysförum í febrúar 1972.

Svæðistónleikar Nótunnar 2016

Svæðistónleikar nótunnar fyrir Norður- og Austurland verða föstudaginn 11. mars. Tvennir tónleikar verða; kl 14 og kl 16 og má búast við að úrslit liggi fyrir um kl 18. Þau atriði sem komast áfram taka svo þátt í lokatónleikum Nótunnar í Hörpu þann 10. apríl. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Masterclass í music production

Axel \"Flexi\" Árnason upptökumaður ætlar að vera með masterclass hér í Tónlistarskólanum í þrjú kvöld, 14. 15. og 16. Mars.

Forval

Forval fyrir tónlistarverðlaun Nótunar verður í kvöld kl. 18:00 í Hömrum Allir velkomnir Fram koma nemendur skólans sem keppast um að komast á svæðistónleika nótunnar fyrir Norður og Austurland

Afmælistónleikar Tónlistarskólans á Akureyri

Á laugardaginn síðast liðinn hélt Tónlistarskólinn á Akureyri upp á 70 ára afmæli skólans og einnig var þetta dagur tónlistarskólanna. fram komu 200.000 naglbítar og um 400 nemendur skólans. Flutt voru lög naglbítana ásamt vel þekktum lögum sem var meðal annars í flutningi Helenu Eyjólfs, en hún var leynigestur tónleikanna. Hér sjáiði glæsilega frétt á MBL um þessa tónleika.

Dagur tónlistarskólanna 200.000 naglbítar 20. febrúar

Heil og sæl Þessi póstur er ætlaður þeim sem taka þátt í tónleikunum með 200.000 Nagbítum þann 20. febrúar. Þeir sem ekki taka þátt eru beðnir afsökunar á ónæðinu. Nú er heldur betur farið að styttast í þennan stórviðburð. Við héldum stóra æfingu í Hömrum síðasta mánudag. Allir voru mjög einbeittir og duglegir á þeirri æfingu þrátt fyrir að hún væri löng. Þetta eiga eftir að verða skemmtilegir tónleikar.

Vetrarfrí

Vetrarfrí dagana 10. 11. og 12. febrúar Við óskum ykkur góðrar skemmtunar í vetrarfríinu og vonandi koma allir endurnærðir tilbaka