Fara í efni

Fréttir

Jólaball Suzuki

Laugardaginn 12. desember verða haldnir árlegir jólatónleikar Suzukideildar með jólaballi og kaffihlaðborði að venju. Tónleikarnir verða í Naustinu, sem er rýmið fyrir framan inngönguna í stóra salinn, og hefjast kl 11:00. Að tónleikum loknum verður dansað kringum jólatréð. Að því loknu verður farið upp á 3. hæð þar sem selt verður kaffi. Kaffið verður selt til fjáröflunar, kr 1000 fyrir fullorðna. Allir eru beðnir um að koma með smákökur, muffins eða annað sem þægilegt er að taka í servíettu, á hlaðborðið. Allir velkomin !

Jólahátíð forskólans kl. 17:00

Jólahátíð forskólans verður þann 9. desember kl. 17 í Hömrum. Þar koma fram nemendur í forskóla 1 og 2, tónæði og hringekju. Við ætlum líka að syngja saman nokkur skemmtileg jólalög og aldrei að vita nema við fáum óvænta jólaheimsókn.

Jólatónleikar framundan

Þetta er framundan hjá okkur í tónlistarskólanum þínum 8.12 - Yfir alheimin kl. 20:00 í Hamraborg 9.12 – Jólahátíð forskólans kl. 17:00 9.12 – Strengjasveitir kl. 18:00 12.12 - Jólaball Suzuki kl. 11:00 Naustinu 14.12 – Strengjadeild kl. 17:30 14.12 – Ritmíska deildin kl. 20:00 15.12 – Píanódeild kl. 18:00 16.12 – Gítardeild kl. 18:00 16.12 – Söngdeild kl. 19:30

YFIR ALHEIMIN

YFIR ALHEIMINN - er söngleikur sem byggður er á bestu lögum Bítlanna. Skemmtilegur söngleikur í anda Hársins og RENT. Sagan á sér stað 1967 á hippatímabilinu, Víetnamstríðsins og krepputíma í Bretlandi. Jude er strákur frá Liverpool sem fer til Bandaríkjanna til að leita að mömmu sinni sem fluttist þangað þegar hann var aðeins ungur strákur. Áður en hann veit af, hefur hann kynnst mörgum skemmtilegum einstaklingum í Bandaríkjunum, mörgum góðum vinum og allt öðruvísi samfélagi þar sem hippatímabilið er í hápunkti, mótmæli gegn Víetnamstríðinu og hver veit nema að ástin sé á næstu grösum. Sýningin er sýnd á stóra sviðinu í Hofi 8. desember kl: 20:00

Laus pláss á gítar eftir áramót

Laus pláss á gítar eftir áramót. Það er gleðilegt að segja frá því að gítarkennarinn Matti Saarinen mun byrja aftur að kenna í Tónlistarskólanum í janúar eftir nokkurt hlé. Þar af leiðandi er komin upp sú skemmtilega staða að skólinn er með nokkur laus pláss á gítar á vorönn. Sækja má um plássinn á vefsíðu skólans www.tonak.is undir „umsóknir“. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Jólatónleikar Blásaradeildar

Jólatónleikar blásaradeildar verða í Hömrum miðvikudaginn 2. Desember kl 17:30. Efnisskráin er fjölbreytt; jólatónlistin er þó áberandi og leikið er á fjölmörg hljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Jólatónleikar Blásarasveita

Blásarasveitir tónlistarskólans halda tónleika þriðjudaginn 1.12. Þarna koma fram stórsveitin, skipuð lengst komnu nemendum skólans, blásarasveitin sem er aðallega fólk á unglingsaldri og grunnsveitin sem er yngsta hljómsveitin... Og sú sprækasta. Vonumst til að sjá marga stuðningsmenn, kaffisala verður eftir tónleika skipulögð af foreldrafélaginu.

Jólatónleikar 2015

Jólatónleikar Tónlistarskólans á Akureyri Nú fer að líða að jólum og við í tónlistarskólanum erum heldur betur komin í jólaskap og erum á fullu að undirbúa jólatónleika. Allar deildir skólans halda amk eina jólatónleika og eru allir hjartanlega velkomnir. Hér er dagskrá jólatónleikana og eru allir tónleikar í Hömrum.