Dagur tónlistarskólanna 200.000 naglbítar 20. febrúar
Dagur tónlistarskólanna 200.000 naglbítar 20. febrúar
Heil og sæl
Þessi póstur er ætlaður þeim sem taka þátt í tónleikunum með 200.000 Nagbítum þann 20. febrúar. Þeir sem ekki taka þátt eru beðnir afsökunar á ónæðinu.
Nú er heldur betur farið að styttast í þennan stórviðburð. Við héldum stóra æfingu í Hömrum síðasta mánudag. Allir voru mjög einbeittir og duglegir á þeirri æfingu þrátt fyrir að hún væri löng. Þetta eiga eftir að verða skemmtilegir tónleikar.
Aðalæfing með 200.000 Naglbítum verður föstudaginn 19. febrúar kl 13-16 í Hamraborg. Ég vil biðja alla að mæta tímanlega svo að við getum byrjað að spila/syngja á mínútunni 13:02. Þó gilda aðrar tímasetningar fyrir forskóla, tónæði og hringekju, þeir nemendur hafa fengið sérpóst frá Margréti og Tiiu um hvenær þau eiga að koma í hús. Ef þið þurfið að fá leyfi úr skóla til að koma á æfingu þá getum við haft milligöngu um það. Sendið henni Ágústu ritara (agustao@akureyri.is) póst þar sem kemur fram nafn barns, bekkur og skóli og hún hefur samband við viðkomandi skóla. Það gæti verið sniðugt að taka með sér einn drykk eða ávöxt á þessa æfingu til að bæta á orkubirgðirnar um daginn.
Það er misjafnt eftir hljóðfærahópum hvar þau eiga að taka upp hljóðfæri og þess háttar á aðalæfingunni og á tónleikadag. Það verður allt vandlega merkt í anddyri Hofs á föstudag.
Á laugardag þurfum við að fá nemendurna í hús kl 13-13:30. Enn sem fyrr gilda aðrar tímasetningar fyrir forskóla, tónæði og hringekju og eru frekari upplýsingar í póstinum frá Margréti og Tiiu. Við þurfum að stilla og koma okkur fyrir á sviðinu fyrir kl 14 þegar tónleikarnir hefjast. Allir sem stíga á svið eiga að vera afmælisfínir á tónleikunum.
Ég vil biðja þá sem eiga statíf að merkja þau og taka með á föstudag. Það er ekki víst að við þurfum að nota aukastatífin en það er samt gott að hafa þau til öryggis.
Hér er svo facebook viðburður tónleikanna: https://www.facebook.com/events/1516119365356709/
Þetta verður gaman!