Fara í efni

Fréttir

Miðvikudagstónleikar

Miðvikudagstónleikar í dag kl. 18:00 í Hömrum Fram koma nemendur skólans ásamt meðleikara

Umsóknafrestur að renna út 1. maí

Nú fer að líða að umsóknafrestur renni út, en hann mun renna út 1. maí 2016 Núverandi nemendur sem hyggja á áframhaldandi nám við Tónlistarskólann á Akureyri þurfa að endurnýja umsókn fyrir skólaárið 2016-2017. Nemendur á biðlista þurfa einnig að endurnýja umsókn sína. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum á tonak.is. ATH : Ekki er tekið við innritun í síma. Endurnýja þarf skólavist fyrir 1. maí 2015. Vinsamlegast látið einnig vita á skrifstofu skólans eða á tonak@tonak.is ef þið hyggið ekki á áframhaldandi nám. Aðgengi að tölvu stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Lokahátíð nótunnar 2016

Lokahátíð nótunnar – uppskeruhátíðar tónlistarskóla fór fram í Hörpu sunnudaginn 10. apríl. Þar voru flutt 26 tónlistaratriði frá tónlistarskólum víðsvegar um landið. Tónlistarskólinn á Akureyri átti tvo fulltrúa í keppninni og það er skemmst frá því að segja að báðir hlutu þeir viðurkenningar fyrir sinn flutning.

Áfangapróf

Þá eru áfangpróf í þessari viku og viljum við kennarar óska ykkur öllum góðs gengis í ykkar prófum og munið að hafa gaman að þessu :)

Stóra upplestrarkeppnin 2016

Þá keppa til úrslita grunnskólar Akureyrarbæjar en að vanda hófst verkefnið með samstilltu átaki í öllum þátttökubekkjum á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember sl. Lokahátíð upplestrarkeppninnar verður síðan haldin miðvikudaginn 6. apríl kl. 17–19 í Menntaskólanum á Akureyri en þar keppa til úrslita grunnskólar Akureyrar. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna HÉR. Munið! Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri verður haldin í Hólum (Kvosinni) Menntaskólanum á Akureyri miðvikudaginn 6. apríl 2016 kl. 17:00.

30 ára afmæli Suzukisambands Íslands

Þann 13. mars voru haldnir þrennir hátíðlegir tónleikar í Hörpu í tilefni 30 àra afmælis Suzukisambands Íslands. Þađ àttu ađ fara 15 nemendur fràskólanum okkar en þar sem veđurspàin var ekki góđ fóru ađeins færri.Allir stóđu sig međ prýđi, til hamingju međ daginn!

Páskafrí 2016

Páskafrí er að bresta á og kennt verður út þessa viku og er föstudagurinn 18. mars síðasti kennsludagur fyrir páska og miðvikudaginn 30. mars hefst kennsla aftur eftir páska. Gleðilega páska :-)

Páskatónleikar í Giljaskóla

Föstudaginn 18. mars verða árlegir tónleikar Tónlistarskólans í Giljaskóla. Tvennir tónleikar verða, þeir fyrri kl 10:00 og seinni kl 10:45. Fram koma nemendur Tónlistarskólans á Akureyri sem eru jafnframt nemendur Giljaskóla

Nótan 2016

Við óskum öllum fulltrúum skólans í Svæðiskeppni Nótunnar fyrir Norður- og Austurland innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. Þeir Birkir Blær Óðinsson gítarleikari og Gísli Rúnar Víðisson tenór verða fulltrúar skólans í Hörpu 10. apríl næstkomandi.