Fara í efni

Fréttir

Ferðasaga frá Þýskalandi

Þessi ferð byrjaði á 17 tima ferðalagi og svefnleysi. Þegar við mættum til Todtmoos ákváðu sumir að skella sér í sund. Nema hvað þá þótti sumum sundlaugin fremur köld. Sumir létu það ekki á sig fá en aðrir voru orðnir nokkuð fjólubláir.Svo var labbað upp í skála þar sem við fengum kjúklingapasta og nægan svefn fyrir komandi ævintýri.

Strengjasveitatónleikar í dag!

Í dag niðvikudaginn18. Maí eru tónleikar strengjasveita skólans kl. 18 í Hömrum. Fram koma strengjasveit 1 og strengjasveit 2. Stjórnendur þeirra eru Ásdís Arnardóttir og Eydís S. Úlfarsdóttir.

Lokahátíð Forskólans

Lokahátíð Forskólans verður Þriðjudaginn 17. maí kl. 17:00 í Hömrum Allir hjartanlega velkomnir Frítt inn

Upprifjunardagur Suzukideildarinnar

Þann 30.april var haldinn upprifjunardagur i suzukideldinni. Þátt tóku fiđlu-, violu-, selló- og pìanónemendur. Međleikarar voru Guđný Erla Guđmundsdóttir og Jakub Kolosowski. Allt gekk svakalega vel, sérstakar þakkir til folerdrafélagsins sem sá um hressingu ì hádeginu. Þökkum öllum kærlega fyrir daginn, Suzukikennarar

Framhaldsprófstónleikar Fanney Rytmískur söngur

Það er með mikillin ánægju og gleði að hún Fanney Kristjáns Sigurlaugardóttir sé fyrsti söngnemandinn sem útskrifast í Rytmískum söng hér í Tónlistarskóla Akureyrar. Óskum við henni hjartanlega til hamingju með áfangan og velfarnaðar í framtíðinni. Leikin verða vel valin íslensk og erlend djasslög ásamt útsetningum á þekktum íslenskum sönglögum og frumsömdu efni. Fanney hefur stundað söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri undir handleiðslu Þórhildar Örvarsdóttur nú í vetur og er fyrsti nemandinn sem útskrifast í rytmískum söng frá skólanum.

Eldfuglinn

Hátt á annað hundrað fjórðubekkingar héldu í Hof á föstudaginn þar sem skóladeild Akureyrar stóð fyrir beinni útsendingu frá skólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem flutti Eldfuglinn eftir Igor Stravinsky. Börnin hlýddu, ásamt 1800 börnum í Eldborgarsal Hörpu, á þetta einstaka verk í góðum hljómburði og sögumaðurinn var Halldóra Geirharðsdóttir sem sagði frá ýmsu um hljóðfærin, söguna og tónlistina. Viðburðurinn gekk mjög vel, voru viðtökur krakkanna góðar og að loknum tónleikum fengu tónleikagestir safa í boði 1862 Nordic Bistro.

Vortónleikar Rytmísku söngdeildar

Við í rytmísku söngdeildinni ætlum að eiga huggulega stund saman í Hofi og syngja okkar uppáhalds djasslög. Með okkur verður sönghljómsveit skólans og kennaraband skólans. Tónleikarnir verða fimmtudaginn 12. maí kl. 17:00 í Hömrum Aðgangur er ókeypis! Hlökkum til að sjá ykkur!

Vortónleikar Rytmísku hljómsveita

VORTÓNLEIKAR RYTMÍSKU DEILDARINNAR VERÐA MIÐVIKUDAGINN 4. MAÍ KL. 19:00 Í HÖMRUM, HOFI. Þar munu koma fram hin ýmsu samspil sem og einleikarar og við vonumst til að sjá sem flesta þar!

Bigband Tónlistarskólans í Reykjavík

Síðasta laugardag þann 30. apríl var alþjóðlegi dagur Jazz tónlistar og var mikið um að vera í Reykjavík. Bigband Tónlistarskólans undir stjórn Gert Ott tók þátt í maraþoni í Menningar og tónlistarhúsinu Hörpu þar sem nokkur Big bönd frá ýmsum stöðum á landinu tóku einnig þátt.

Vortónleikar blásarasveita

Vortónleikar Blásrasveita verða Þriðjudaginn 24. maí í Hömrum kl. 18:00 Allir hjartanlega velkomnir Fritt inn