08.02.2016
Aðalfundur foreldrafélags Suzuki deildar og strengjasveita TónAk
Sameiginlegur aðalfundur foreldrafélags Suzuki deildar og strengjasveita TónAk verður haldinn mánudagskvöldið 15. febrúar kl. 20 í Hofi í Höfða sem er á 3ju hæð í Hofi. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 21:30
Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf.
Ræða þarf sérstaklega um fyrirhugaða ferð nemenda á afmælishátíð og tónleika Suzuki á Íslandi, sem fram fer um miðjan mars í Hörpu. (Suzuki deild)
Heimsókn stúlknakórs frá Hamborg um hvítasunnu, kórinn mun halda tónleika með strengjasveit (Strengjadeild)
Utanlandsferð strengjadeildar sem til stendur að farin verði á næsta ári
Strengjasveitamót á Egilsstöðum næsta haust.
Auk þessa gefst foreldrum gott tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum um skólann, námið og foreldrafélagið