Fara í efni

Foreldravika

Foreldravika

Vikan 11.-15. janúar 2015 er foreldravika í Tónlistarskólanum. Er þetta gert til að stuðla að betri samskiptum og samvinnu við heimili nemenda og veita foreldrum/forraàðamönnum meiri innsýn í tónlistarnám barna sinna. Það hefur sýnt sig að árangur verður meiri þar sem nemendur fá stuðning heima fyrir.

Vikan 11.-15. janúar 2015 er foreldravika í Tónlistarskólanum.

Er þetta gert til að stuðla að betri samskiptum og samvinnu við heimili nemenda og veita foreldrum/forraàðamönnum meiri innsýn í tónlistarnám barna sinna. Það hefur sýnt sig að árangur verður meiri þar sem nemendur fá stuðning heima fyrir. Það er mikilvægt  að foreldrar mæti með börnum sínum þar sem í foreldraviku þarf að fara yfir markmiðasamninginn frá í september, miðannamatið og ekki síst leiðsagnamatið. Ef það hefur ekki verið fyllt út nú þegar, af einhverjum ástæðum þá gefst tækifæri til þess í foreldraviku. Einnig eru foreldrar velkomnir á hljómsveitaræfingar og aðra hóptíma. Hafið samband við viðkomandi kennara um upplýsingar um stað og stund þessara hóptíma. Athugið að það á að fylla út leiðsagnamat fyrir alla nemendur í hlóðfæra/söngnemendur, sama á hvaða aldri þeir eru. Forskólanemendum gefst einnig kostur á að taka þátt i þessu mati.