Fara í efni

Aðalfundur foreldrafélags Suzuki deildar og strengjasveita TónAk

Aðalfundur foreldrafélags Suzuki deildar og strengjasveita TónAk

Sameiginlegur aðalfundur foreldrafélags Suzuki deildar og strengjasveita TónAk verður haldinn mánudagskvöldið 15. febrúar kl. 20 í Hofi í Höfða sem er á 3ju hæð í Hofi. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 21:30 Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf. Ræða þarf sérstaklega um fyrirhugaða ferð nemenda á afmælishátíð og tónleika Suzuki á Íslandi, sem fram fer um miðjan mars í Hörpu. (Suzuki deild) Heimsókn stúlknakórs frá Hamborg um hvítasunnu, kórinn mun halda tónleika með strengjasveit (Strengjadeild) Utanlandsferð strengjadeildar sem til stendur að farin verði á næsta ári Strengjasveitamót á Egilsstöðum næsta haust. Auk þessa gefst foreldrum gott tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum um skólann, námið og foreldrafélagið

Sameiginlegur aðalfundur foreldrafélags Suzuki deildar og strengjasveita TónAk verður haldinn mánudagskvöldið 15. febrúar kl. 20 í Hofi í Höfða sem er á 3ju hæð í Hofi. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 21:30

 

 

 

 

 

  1. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf.
  2. Ræða þarf sérstaklega um fyrirhugaða ferð nemenda á afmælishátíð og tónleika Suzuki á Íslandi, sem fram fer um miðjan mars í Hörpu. (Suzuki deild)
  3. Heimsókn  stúlknakórs frá Hamborg um hvítasunnu, kórinn mun halda tónleika með strengjasveit (Strengjadeild)
  4. Utanlandsferð strengjadeildar sem til stendur að farin verði á næsta ári
  5. Strengjasveitamót á Egilsstöðum næsta haust.
  6. Auk þessa gefst foreldrum gott tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum um skólann, námið og foreldrafélagið

 

Meðal verkefna foreldrafélagsins er að standa fyrir viðburðum og kalla fólk til starfa við ýmis tækifæri  í bæði föstum og breytilegum leikatriðum, eins og jólaball, kaffihlaðborð, kynnisferð um Hof og fleira. Þá hefur foreldrarfélagið séð um að útvega blóm þegar nemendur ljúka áföngum.

 

Krakkarnir okkar leggja mikið á sig og glíma við skemmtileg verkefni, verkleiða og erfiðu tímabilin, kvíða fyrir tónleikum og njóta svo ánægjunnar af skyndilegum framförum og því að skila vel heppnuðu stykki fyrir framan ættingja og aðra tónleikagesti. Hlutverk okkar foreldra er að standa hvert með sínu barni og um leið að taka þátt í því samfélagi sem gerir það mögulegt að halda tónleika og gera tónlistarnámið líflegra fyrir krakkana okkar.

 

Augljóst er að tónlistarnám hefur mikil áhrif inn á heimili nemenda, þar sem þau þurfa að æfa sig. Annað heimilisfólk fær að þola og njóta þess að hlusta á fyrstu nóturnar í nýju lagi sem fullkomnast með æfingum og tilsögn kennaranna í Tónak. Enginn er í skyldunámi í Tónak - þar stunda nám duglegir krakkar sem hverri viku mæta af þrautsegju og örlæti nýjum áskorunum og gefa okkur hinum svo stóran part af sjálfum sér.

 

Það er fyrir þessa krakka sem við erum með foreldrafélag og reynum að launa þeim með því að gefa ögn af okkar tíma þegar við skipuleggjum og framkvæmum eitthvað smá auka - eitthvað pínu extra, svona eins og til að launa þeim örlæti sitt.

 

Það er eins með aðalfund Foreldrafélags í Tónak og tónlistarnámið. Þar er engin skyldumæting en mikið væri gaman að sem flestir foreldrar gerðu ráðstafanir til að koma og skiptast á skoðunum með okkur og gefa kost á sér til starfa með foreldrafélaginu - og taka þátt í því að gera þetta pínu extra sem við reynum að afreka með krökkunum okkar utan námskrár Tónak.