Fara í efni

Fréttir

Nótan 2016

Undirbúningur Nótunnar - uppskeruhátíð tónlistarskóla er komin á fullt skrið. Þátttaka í ár er mjög góð. Fulltrúar í svæðisstjórnum út um land vinna ötullega við skipulag svæðistónleikanna í sínu héraði. Hér er facebooksíða Nótunar og allar nánari upplýsingar https://www.facebook.com/Notan2012/

Stórtónleikar Í Hamraborg

Um þessar mundir eru 70 ár síðan að Tónlistarskólinn á Akureyri hóf starfsemi. Á afmælisárinu fáum við til liðs við okkur akureyrsku hljómsveitina 200.000 Naglbíta. Þeir Villi, Kári og Benni munu ásamt tæplega 400 tónlistarnemum flytja klassísk naglbítalög og margt fleira skemmtilegt. Tónleikarnir fara fram í Hamraborg þann 20. febrúar kl. 14:00

Afmælisgjöf

Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri Akureyrarbæjar kom í heimsókn til okkar í tónlistarskólann og færði skólanum tvö málverk að gjöf eftir Kristinn G. Jóhannsson í tilefni af 70 ára afmæli skólans. Málverkinn heita Tregastrengur og Haustlyng Við hér í tónlistarskólanum þökkum kærlega fyrir okkur.

Afmælistónleikar

Í tilefni af 70 ára afmæli Tónlistarskólans á Akureyri voru haldnir afmælistónleikar í gær 20. Janúar í Hömrum. Ánægjulegt er hversu margir sáu sér fært að mæta og var fullt út úr dyrum. Tónleikarnir voru fjölbreyttir og sýndi breidd skólans, en fram komu kennarar, nemendur og fyrrverandi nemendur sem stóðu sig með prýði.

70 ára afmælistónleikar Tónlistarskólans á Akureyri

Í tilefni af 70 ára afmæli Tónlistarskólans á Akureyri er þér boðið á hátíðartónleika miðvikudaginn 20. janúar 2016 í Hömrum, Hofi. Tónleikarnir hefjast kl 20. Fram koma kennarar, nemendur og fyrrverandi nemendur skólans og flytja fjölbreytta efnisskrá. Boðið verður upp á afmælisköku að tónleikum loknum.

Foreldravika

Vikan 11.-15. janúar 2015 er foreldravika í Tónlistarskólanum. Er þetta gert til að stuðla að betri samskiptum og samvinnu við heimili nemenda og veita foreldrum/forraàðamönnum meiri innsýn í tónlistarnám barna sinna. Það hefur sýnt sig að árangur verður meiri þar sem nemendur fá stuðning heima fyrir.

Kennsla hefst í dag 4. janúar

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Kennsla hefst eftir stundarskrá í dag 4. janúar. Nú á skólinn afmælisár og mun þetta ár verða tileinkað því og höldum við upp á það með mörgum litlum viðburðum. Verið hjartanlega velkomin aftur.

Málmblásaradeildin með örtónleika

Kennarar og nemendur í tónlistarskólanum á Akureyri eru út um allt í desember og hér eru nokkrir nemendur úr málmblástursdeild tónlistarskólans á góðri stund í vöfflukaffi eftir vel heppnaða örtónleika á Öldrunarheimilinu Hlíð.

Jólaspil á Lundarseli

Kennarar og nemendur í tónlistarskólanum á Akureyri eru út um allt í desember og fóru nokkrir fiðlunemendur ásamt kennara sínum og spiluðu nokkur jólalög fyrir leikskólabörn á Lundarseli.

Jólatónleikar ritmísku deildar

Jólatónleikar ritmísku deildarinnar verða kl. 20:00 í Hömrum Fram koma hljómsveitir deildarinnar ásamt einleikurum og einnig verða flutt lög úr söngleiknum Yfir alheimin Allir velkomnir