08.02.2016
Píla Pína
Ævíntýri með söngvum eftir Kristján frá Djúpalæk með lögum Heiðdísar Norðfjörð, þekkja margir. Tónlist Heiðdísar og Ragnhildar Gísladóttur, við ljóð Kristjáns um Pílu Pínu, hefur flutt heilar kynslóðir á ævintýraslóðir.
Það er föngulegur hópur leikara, söngvara, hljóðfæraleikara og brúða sem skapar heim Pílu Pínu, litlu hagamúsarinnar sem breytti heiminum. Tónlistin úr Pílu Pínu liggur nærri hjartarótum heillar kynslóðar af Íslendingum og fá áhorfendur loks tækifæri til að heyra hana með lifandi undirleik klassískrar hljómsveitar í Hamraborg. Þessa má geta að þónokkuð margir kennarar við Tónlistarskóla Akureyrar eru þáttakendur í sýningunni.