Lokahátíð nótunnar 2016
12.04.2016
Lokahátíð nótunnar 2016
Lokahátíð nótunnar uppskeruhátíðar tónlistarskóla fór fram í Hörpu sunnudaginn 10. apríl. Þar voru flutt 26 tónlistaratriði frá tónlistarskólum víðsvegar um landið.
Tónlistarskólinn á Akureyri átti tvo fulltrúa í keppninni og það er skemmst frá því að segja að báðir hlutu þeir viðurkenningar fyrir sinn flutning.
Lokahátíð nótunnar uppskeruhátíðar tónlistarskóla fór fram í Hörpu sunnudaginn 10. apríl. Þar voru flutt 26 tónlistaratriði frá tónlistarskólum víðsvegar um landið.
Tónlistarskólinn á Akureyri átti tvo fulltrúa í keppninni og það er skemmst frá því að segja að báðir hlutu þeir viðurkenningar fyrir sinn flutning. Birkir Blær Óðinsson gítarleikari fékk verðlaunagrip fyrir flutning sinn á laginu I see fire eftir Ed Sheeran og Gísli Rúnar Víðisson tenór fékk Pavarotti-verðlaun ítalska sendiráðsins.
Við óskum þeim Birki Blæ og Gísla Rúnari innilega til hamingju með frábæra frammistöðu!
Hér sjáiði myndbönd með þeim flytja sín verk