Stóra upplestrarkeppnin 2016
Stóra upplestrarkeppnin 2016
Þá keppa til úrslita grunnskólar Akureyrarbæjar en að vanda hófst verkefnið með samstilltu átaki í öllum þátttökubekkjum á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember sl.Kennarar 7. bekkja hafa lagt sérstaka rækt við vandaðan upplestur og framsögn í bekkjum sínum, leiðbeina nemendum og gefa þeim færi á að lesa upp við ýmis tækifæri, bæði innan skóla og utan. Haldnar hafa verið undankeppnir í skólum bæjarins og þegar er ljóst að lokahátíðin mun skarta mörgum góðum upplesurum þetta ár sem önnur.
Lokahátíð upplestrarkeppninnar verður síðan haldin miðvikudaginn 6. apríl kl. 1719 í Menntaskólanum á Akureyri en þar keppa til úrslita grunnskólar Akureyrar.
Nánari upplýsingar um hátíðina má finna HÉR.
Munið! Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri verður haldin í Hólum (Kvosinni) Menntaskólanum á Akureyri miðvikudaginn 6. apríl 2016 kl. 17:00.