Fara í efni

Fréttir

Miðvikudagstónleikar

Nú hefjast miðvikudagstónleikarnir í þessari viku og eru þeir alltaf kl. 18:00 í Hömrum nema annað sé tekið fram. Þar koma nemendur skólans fram. Allir hjartanlega velkomnir.

Notendaráð Tónlistarskólans á Akureyri

Óskað er eftir fulltrúa nemenda og foreldra í notendaráð Tónlistarskólans. Við skólann starfar notendaráð sem skipað er fulltrúum nemenda, kennara, foreldra og skólastjóra. Með notendaráði er myndaður formlegur samráðsvettvangur á milli skólastjórnenda

Foreldravika

Vikan 21. sept til 25. sept er foreldravika og gefst kennurum þá tækifæri til þess að ganga frá helstu markmiðum ársins í samráði við nemendur sína. Í þeim samningi skal taka fram hvers konar námsmat, þ.e. árspróf, tónleikapróf, bókapróf eða áfangapróf er áætlað að framkvæma um veturinn. Samningarnir eru skráðir í visku á þar til gerðum eyðublöðum og verða sýnilegir viðkomandi nemanda og forráðamönnum. Mikilvægt er að nemendur upplifi sig sem þáttakendur í samningsgerðinni og markmið samninganna er að fá staðfestingu frá nemandanum um frumkvæði.

Tónleikar blásaradeildar

Jólatónleikar blásaradeildar verða í Hömrum miðvikudaginn 2. Desember kl 17:30. Efnisskráin er fjölbreytt; jólatónlistin er þó áberandi og leikið er á fjölmörg hljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Óperublót

Óperublót klassísku söngdeildarinnar verður Mánudaginn 23. maí í Hamraborg kl. 20:00 Allir hjartanlega velkomnir

Haustfrí!

Haustfrí! Dagana 23.-26. október er haustfrí hjá okkur í tónlistarskólanum. Þetta er í samræmi við haustfrí í grunnskólum bæjarins. Vonandi hvílast allir vel og skemmta sér vel þessa löngu helgi:)

Haustfrí!

Haustfrí! Dagana 23.-26. október er haustfrí hjá okkur í tónlistarskólanum. Þetta er í samræmi við haustfrí í grunnskólum bæjarins. Vonandi hvílast allir vel og skemmta sér vel þessa löngu helgi:)

Skólasetning og kennslubyrjun 2015

70. starfsár Tónlistarskólans á Akureyri verður sett í Hamraborg Hofs miðvikudaginn 26. ágúst næstkomandi kl. 18.00. Eftir stutta athöfn og tónlistaratriði mun nemendum og aðstandendum gefast kost á því að hitta kennara í húsnæði skólans til að finna hentugan tíma fyrir veturinn.