Fara í efni

Fréttir

Framhaldsprófstónleikar Brynjar Friðrik Pétursson Gítarleikari

Föstudaginn 15. maí 2015 kl. 18:00 heldur Brynjar Friðrik Pétursson gítarleikari framhaldsprófstónleikana sína í Hömrum. Þetta er þriðji veturinn sem Brynjar stundar nám við skólann og hefur hann haft tvo kennara, þá Daniele Basini og Matta Saarinen.

Djasstónleikar - Kristjana Stefánsdóttir og Sigurður Flosason

Djasstónleikar - Kristjana Stefánsdóttir og Sigurður Flosason Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir og saxófónleikarinn Sigurður Flosason halda tónleika með kennurum og nemendum Tónlistarskólans á Akureyri mánudagskvöldið 4. maí kl. 20:30 í Hömrum, Hofi. Flutt verða jazzsönglög sem Sigurður og Kristjana hafa hljóðritað á plötunum „Hvar er tunglið?\" og „Í nóttinni\". Lögin eru eftir Sigurð við ljóð erftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.

Innritun hafin

Innritun fyrir skólaárið 2015-2016 er hafin og stendur yfir til 1. maí Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum á vefsíðunni www.tonak.is Ekki verður tekið við umsóknum í gegnum síma en allar upplýsingar um námið má nálgast á heimasíðu skólans eða hjá ritara í síma 460-1170.

Hljómsveitin Swing Je T´aime frá Denver heimsækir Akureyri

Hljómsveitin Swing Je T´aime frá Denver heimsækir Akureyri í lok mars og leikur á Akureyri Backpackers sunnudaginn 29. mars kl 20:30. Swing Je T´aime samanstendur af 7 tónlistarmönnum og leika þau og syngja tónlist undir sterkum áhrifum frá Django Reinhardt og fleirum.

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur nú í þriðja sinn í Hofi. Mikil tilhlökkun er að taka á móti hljómsveitinni á ný enda með glæsilega efnisskrá í farteskinu þar sem Áshildur Haraldsdóttir leikur einleik í heillandi flautukonsert Rodrigos undir stjórn Önnu-Mariu Helsing, einnar skærustu stjörnu Sibeliusarakademíunnar í Finnlandi.

Stóra upplestrarkeppnin 2015

Stóra upplestrarkeppnin fer fram í Menntaskólanum á Akureyri 11. mars kl. 17:00-19:00 Verkefnið sjálft hefst í skólunum á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur.

Þorgerðartónleikar

Miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 20:00 verða haldnir tónleikar í Hofi til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur. Þorgerður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til London í framhaldsnám er hún lést af slysförum í febrúar 1972. Ári síðar stofnuðu aðstandendur Þorgerðar ásamt Tónlistarskólanum og Tónlistarfélagi Akureyrar minningarsjóð, til að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms.