Fara í efni

Fréttir

Orgelhúsið

Orgelhúsið, útgáfutónleikar í Akureyrarkirkju 14. nóvember kl. 13:00 og 14:30. Lítil saga úr orgelhúsi er myndskreytt tónlistarævintýri fyrir börn sem leiðir hlustendurna inn í töfraheim pípuorgelsins.

Píanótónleikar í dag kl. 17:00

Píanótónleikar í Hömrum á mánudegi 26 október kl.17:00. Á tónleikunum koma fra píanónemedur sem taka þátt í píanókeppni EPTA í Salnum í Kópavogi 3 - 8 nóvember. Þessi nemendur eru: Eynsteinn Ísidór Ólafsson, Björn Helgi Björnsson og Alexander Smári Krisjánsson. Við óskum þeim góðs gengis og allir hjartanlega velkomnir

Miðannamat

Um miðja önn í október fer fram miðannamat. Það er einnig gert í Visku. Miðannamatið er bara ein setning, en hægt er að velja á milli nokkurra möguleika í kerfinu sem gefa nemendum og forráðamönnum upplýsingar um námsstöðu. Nemendur eiga að fá miðannamat fyrir allar greinar einkatíma jafnt sem hóptíma, hljómsveitir o.s.frv. nema kjarnagreinar.

Gréta Salóme í heimsókn

Föstudaginn 16. október fékk Tónlistarskólinn á Akureyri góða heimsókn, en það var hún Gréta Salóme fiðluleikari og söngkona sem heimsótti skólann og spilaði með nokkrum fiðlunemendum. Svona heimsóknir eru mjög hvetjandi fyrir nemendur og var mikil einbeiting og gleði í gangi hjá þessum nemendum sem tóku þátt.

Miðvikudagstónleikar

Nú hefjast miðvikudagstónleikarnir í þessari viku og eru þeir alltaf kl. 18:00 í Hömrum nema annað sé tekið fram. Þar koma nemendur skólans fram. Allir hjartanlega velkomnir.

Notendaráð Tónlistarskólans á Akureyri

Óskað er eftir fulltrúa nemenda og foreldra í notendaráð Tónlistarskólans. Við skólann starfar notendaráð sem skipað er fulltrúum nemenda, kennara, foreldra og skólastjóra. Með notendaráði er myndaður formlegur samráðsvettvangur á milli skólastjórnenda

Foreldravika

Vikan 21. sept til 25. sept er foreldravika og gefst kennurum þá tækifæri til þess að ganga frá helstu markmiðum ársins í samráði við nemendur sína. Í þeim samningi skal taka fram hvers konar námsmat, þ.e. árspróf, tónleikapróf, bókapróf eða áfangapróf er áætlað að framkvæma um veturinn. Samningarnir eru skráðir í visku á þar til gerðum eyðublöðum og verða sýnilegir viðkomandi nemanda og forráðamönnum. Mikilvægt er að nemendur upplifi sig sem þáttakendur í samningsgerðinni og markmið samninganna er að fá staðfestingu frá nemandanum um frumkvæði.

Tónleikar blásaradeildar

Jólatónleikar blásaradeildar verða í Hömrum miðvikudaginn 2. Desember kl 17:30. Efnisskráin er fjölbreytt; jólatónlistin er þó áberandi og leikið er á fjölmörg hljóðfæri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Óperublót

Óperublót klassísku söngdeildarinnar verður Mánudaginn 23. maí í Hamraborg kl. 20:00 Allir hjartanlega velkomnir