Fara í efni

Fréttir

Hljómsveitin Swing Je T´aime frá Denver heimsækir Akureyri

Hljómsveitin Swing Je T´aime frá Denver heimsækir Akureyri í lok mars og leikur á Akureyri Backpackers sunnudaginn 29. mars kl 20:30. Swing Je T´aime samanstendur af 7 tónlistarmönnum og leika þau og syngja tónlist undir sterkum áhrifum frá Django Reinhardt og fleirum.

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur nú í þriðja sinn í Hofi. Mikil tilhlökkun er að taka á móti hljómsveitinni á ný enda með glæsilega efnisskrá í farteskinu þar sem Áshildur Haraldsdóttir leikur einleik í heillandi flautukonsert Rodrigos undir stjórn Önnu-Mariu Helsing, einnar skærustu stjörnu Sibeliusarakademíunnar í Finnlandi.

Stóra upplestrarkeppnin 2015

Stóra upplestrarkeppnin fer fram í Menntaskólanum á Akureyri 11. mars kl. 17:00-19:00 Verkefnið sjálft hefst í skólunum á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur.

Þorgerðartónleikar

Miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 20:00 verða haldnir tónleikar í Hofi til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur. Þorgerður lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til London í framhaldsnám er hún lést af slysförum í febrúar 1972. Ári síðar stofnuðu aðstandendur Þorgerðar ásamt Tónlistarskólanum og Tónlistarfélagi Akureyrar minningarsjóð, til að styrkja efnilega nemendur frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms.

Dagur tónlistarskólanna

Tónlistarskólinn á Akureyri heldur upp á dag tónlistarskólanna í Hofi þann 14. febrúar næstkomandi. Hof mun iða af lífi og tónlist þennan dag en dagskráin hefst með söng í Hamragili kl 12:45. Klukkan 13 hefst svo hljóðfærakynning og hljóðfærasmiðja opnar jafnframt. Fernir tónleikar verða í Hömrum; kl 13, 14, 15 og 16 þar sem m.a. koma fram strengja- og blásarasveitir auk fjölda annarra atriða og verður fjölbreytnin í fyrirrúmi. Ókeypis er á alla tónleikana, kynningarnar og smiðjurnar og eru allir hjartanlega velkomnir til okkar.

Mærþöll

Á degi tónlistarskólanna þann 14. Febrúar nk. mun Tónlistarskólinn setja upp fjórða Óperublótið.. Mærþöll er ópera eftir Þórunni Guðmundsdóttur byggð á gömlu íslensku ævintýri. Í sögunni um Mærþöll kynnumst við þremur álagaglöðum álfkonum, sorgmæddri hertogafrú, vitgrönnum hertoga, ágjörnum féhirði, latri vinnukonu, kúski og kærustunni hans. Ekki má gleyma hinum hrifnæma prinsi Pétri og hertogadótturinni Mærþöll sem getur grátið gulli, þótt það sé álitamál hvort það færi henni hamingju. Sagan höfðar bæði til barna og fullorðinna; gleði, sorgir, ástarmál, álög og óvæntar uppákomur. Þórunn skrifaði þessa óperu miðaða út frá getu nemenda, bæði söngvara og hljóðfæraleikara í hljómsveit.

Jóla solfeges

Það er alveg ótrúlega gaman í Solfege tímum og í síðustu tímunum sömdu nokkrir hópar hvert sitt jólalag:)

Jólatónleikar jólin 2014

Jólatónleikar sem eru framundan jólin 2015 10. des Jólatónleikar tónlistarskólans í Hamraborg kl 18 12. des Jólasamsöngur forskóla- og hringekjunemenda kl 16:30. 16. des Gítardeild jólatónleikar kl 18 17. des Jólasöngtónleikar kl 20:00 Miðvikudaginn 10. desember kl 18 verða jólatónleikar Tónlistarskólans í Hamraborg. Fram koma nemendur úr ýmsum deildum skólans og af öllum námsstigum og leika fjölbreytta tónlist en auðvitað er jólatónlist í forgrunni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.