Fara í efni

Stóra upplestrarkeppnin 2015

Stóra upplestrarkeppnin 2015

Stóra upplestrarkeppnin fer fram í Menntaskólanum á Akureyri 11. mars kl. 17:00-19:00 Verkefnið sjálft hefst í skólunum á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur.

Verkefnið sjálft hefst í skólunum á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Stefnt skyldi að því að allur upplestur í tengslum við keppnina sé fremur í ætt við hátíð en keppni. Þetta á ekki síst við um lokahátíð keppninnar.
Lokahátíð keppninnar á Akureyri fer fram í Menntaskólanum á Akureyri 11. mars n.k. Þar munu etja kappi 14 nemendur úr 7 grunnskólum í bæjarfélaginu. Þar munu einnig sjö nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri koma fram.