Dagur tónlistarskólanna
09.02.2015
Dagur tónlistarskólanna
Tónlistarskólinn á Akureyri heldur upp á dag tónlistarskólanna í Hofi þann 14. febrúar næstkomandi. Hof mun iða af lífi og tónlist þennan dag en dagskráin hefst með söng í Hamragili kl 12:45. Klukkan 13 hefst svo hljóðfærakynning og hljóðfærasmiðja opnar jafnframt. Fernir tónleikar verða í Hömrum; kl 13, 14, 15 og 16 þar sem m.a. koma fram strengja- og blásarasveitir auk fjölda annarra atriða og verður fjölbreytnin í fyrirrúmi. Ókeypis er á alla tónleikana, kynningarnar og smiðjurnar og eru allir hjartanlega velkomnir til okkar.
Tónlistarskólinn á Akureyri heldur upp á dag tónlistarskólanna í Hofi þann 14. febrúar næstkomandi. Hof mun iða af lífi og tónlist þennan dag en dagskráin hefst með söng í Hamragili kl 12:45. Klukkan 13 hefst svo hljóðfærakynning og hljóðfærasmiðja opnar jafnframt. Fernir tónleikar verða í Hömrum; kl 13, 14, 15 og 16 þar sem m.a. koma fram strengja- og blásarasveitir auk fjölda annarra atriða og verður fjölbreytnin í fyrirrúmi. Ókeypis er á alla tónleikana, kynningarnar og smiðjurnar og eru allir hjartanlega velkomnir til okkar.