Fara í efni

Afmælistónleikar

Afmælistónleikar

Í tilefni af 70 ára afmæli Tónlistarskólans á Akureyri voru haldnir afmælistónleikar í gær 20. Janúar í Hömrum. Ánægjulegt er hversu margir sáu sér fært að mæta og var fullt út úr dyrum. Tónleikarnir voru fjölbreyttir og sýndi breidd skólans, en fram komu kennarar, nemendur og fyrrverandi nemendur sem stóðu sig með prýði.

Í tilefni af 70 ára afmæli Tónlistarskólans á Akureyri voru haldnir afmælistónleikar í gær 20. Janúar í Hömrum.  Ánægjulegt er hversu margir sáu sér fært að mæta og var fullt út úr dyrum.  Tónleikarnir voru fjölbreyttir og sýndi breidd skólans, en fram komu kennarar, nemendur og fyrrverandi nemendur sem stóðu sig með prýði.  Í byrjun tónleika frumfluttu söngkennarar skólans ásamt Daníel Þorsteinssyni hátíðarlag sem var gjöf til skólans.  Höfundar lags er Daníel Þorsteinsson og höfundur texta er Hjörleifur Hjartarson og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þetta fallega tónverk.

Að loknum tónleikum var tónleikagestum og flytjendum boðið upp á glæsilega afmælistertu.