Fara í efni

Aðalheiður Eysteinsdóttir færir tónlistarskólanum listaverk

Aðalheiður Eysteinsdóttir færir tónlistarskólanum listaverk

Föstudaginn 23. mars færði Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, eða Alla Sigga, Tónlistarskólanum á Akureyri að gjöf fallegan skúlptúr af ungum fiðluleikara.  Skúlpturinn er staðsettur hjá okkur á þriðju hæð í Hofi, öllum til ánægju og yndisauka.

Við þökkum Aðalheiði kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir fæddist á Siglufirði 23.júní 1963 og bjó þar til 1986, þá fluttist hún til Akureyrar. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989-93 og hefur síðan unnið ýmis störf á sviði myndlistar ásamt því að vera athafnasamur myndlistamaður. Aðalheiður starfrækti Kompuna, gallerí á Akureyri í 8 ár, tók virkan þátt í uppbyggingu "Listagilsins" á Akureyri og er einn af stofnenda Verksmiðjunar á Hjalteyri. Árið 2000 hóf Aðalheiður þátttöku í Dieter Roth akademíunni og í desember 2011 keypti Aðalheiður Alþýðuhúsið á Siglufirði og hefur komið upp vinnustofu þar.