VOLTA með útgáfutónleika
30.01.2018
VOLTA með útgáfutónleika
Hljómsveitin VOLTA var stofnuð á Akureyri árið 2015 með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og láta sköpunargleðina njóta sín.
Söngvari hljómsveitarinnar er Heimir Bjarni Ingimarsson, söngkennari.
Hljómsveitin gefur út sína fyrstu breiðskífu sem inniheldur 12 lög eftir þá Aðalstein Jóhannsson og Heimi Bjarna Ingimarsson og mun fagna útgáfu plötunnar með tónleikum í Samkomuhúsinu klukkan 20:00 laugardaginn 3. febrúar.
Hér að neðan má sjá og heyra titillag nýju plötunnar, Á nýjan stað.