Fara í efni

VI. píanókeppni EPTA 2015

VI. píanókeppni EPTA 2015

Sjötta píanókeppni Íslandsdeildar EPTA (Evrópusambands píanókennara) fór fram í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, dagana 4. til 8. nóvember. Þrír píanónemendur fóru frá Tónlistarskólanum á Akureyri og voru það Þeir Björn Helgi Björnsson nemandi, Lidiu Kolowsoska og Eysteinn Ísidór Ólafsson, einnig nemandi Lidiu. Kepptu þeir báðir í 1. flokki 14 ára og yngri Alexander Smári Kristjánsson Edelstein, nemandi Þórarins Stefánssonar. Björn keppti í 1. flokki: 14 ára og yngri í VI. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA

Sjötta píanókeppni Íslandsdeildar EPTA (Evrópusambands píanókennara) fór fram í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, dagana 4. til 8. nóvember.

Þrír píanónemendur fóru frá Tónlistarskólanum á Akureyri og voru það Þeir Björn Helgi Björnsson nemandi, Lidiu Kolowsoska og Eysteinn Ísidór Ólafsson, einnig nemandi Lidiu. Kepptu þeir báðir í 1. flokki 14 ára og yngri

Alexander Smári Kristjánsson Edelstein, nemandi Þórarins Stefánssonar.

Alexander Smári Kristjánsson Edelstein keppti í 2. flokki: 18 ára og yngri í VI. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA og fékk hann verðlaun fyrir besta flutning á verki Önnu Þorvaldsdóttur "Segulljós" sem var samið sérstaklega fyrir VI. píanókeppni Íslandsdeildar EPTA.  Við óskum honum innilega til hamingju með þenna flotta árangur.

EPTA keppnin er ein mikilvægasta og best þekkta keppnin á Íslandi í flutningi klassískrar tónlistar. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann fyrstu keppni EPTA árið 2000 en hún hefur verið haldin á þriggja ára fresti eftir það. Keppnin er íslenskum píanónemendum hvatning og ögrandi tækifæri til að reyna sig við krefjandi kringumstæður. Keppnin er ætluð píanónemendum 25 ára og yngri og er henni skipt upp í fjóra flokka; Yngsti flokkur 10 ára og yngri, 1. flokkur 14 ára og yngri, 2. flokkur 18 ára og yngri og 3. flokkur 25 ára og yngri.

Í dómnefnd eru ávallt fjórir íslenskir píanóleikarar og einn erlendur, sem er jafnframt formaður. Að þessu sinni leiðir Prof. Stefan Bojsten frá Svíþjóð vinnu dómnefndar. Hann er einn af kunnustu píanistum Svíþjóðar og hefur unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum píanó- og kammermúsik keppnum. Hann hefur komið fram sem einleikari með flestum hljómsveitum Svíþjóðar og haldið tónleika um alla Skandinavíu, Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Bojsten hefur starfað frá árinu 1997 sem prófessor við Konunglegu tónlistar akademíuna í Stokkhólmi.

Aðrir dómarar keppninnar 2015 verða Halldór Haraldsson, Edda Erlendsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson og Valgerður Andrésdóttir.

Verðlaunatónskáldið Anna Þorvaldsdóttir hefur samið nýtt verk fyrir píanókeppni EPTA árið 2015, en íslenskt tónskáld hefur ávallt verið fengið til að semja verk fyrir hverja keppni. Þeir sem það hafa gert eru Þorkell Sigurbjörnsson, Haukur Tómasson, Snorri Sigfús Birgisson, Tryggvi M. Baldvinsson og Daníel Bjarnason. Með þessum hætti skapar píanókeppni EPTA aukinn starfsvettvang fyrir tónskáld á Íslandi og jafnframt byggist upp bókasafn íslenskra píanóverka fyrir framtíðina.