Fara í efni

Heimsókn frá Þýskalandi

Heimsókn frá Þýskalandi

Samkór söngdeilda Tónlistarskólans á Akureyri Heldur tónleika ásamt Elikuren – kammerkór frá Þýskalandi. Stjórnandi: Christiane Kampe Akureyrarkirkja – Miðvikudaginn 27. Maí kl: 20:00

Samkór söngdeilda Tónlistarskólans á Akureyri

 

Heldur tónleika ásamt Elikuren – kammerkór frá Þýskalandi.

Stjórnandi: Christiane Kampe

 

Akureyrarkirkja – Miðvikudaginn 27. Maí  kl: 20:00

 

Elikuren:

 

Elikuren er kammerkór sem samanstendur af nemendum Tónlistarskólans í Wunsdorf, þar sem Christiane Kampe hefur verið að kenna söng síðastliðin 27 ár.

Í kórnum eru um 25 meðlimir. Flestir söngnemendur Frú Kampe milli 18 og 30 ára. Á efnisskrá kórsins er að finna allt frá Barrok og klassík upp í Rokk, jass og söngleiki. Endilega kíkið á YouTube síðu kórsins: http://www.youtube.com/user/elikuren

 

Christiane Kampe:

 

Christiane Kampe kennir á selló og píanó við Tónlistarskólann í Wunsdorf auk þess sem hún kennir söng og samspil – allt frá barnakór upp í Big Band.

Hún nam við Tónlistarháskólann í Hannover frá 1977-1981. Eftir það lagði hún stund á söngnám og hefur verið að kenna við Tónlistarskólann í Wunsdorf síðan 1987.

 

http://www.musikschule-wunstorf.de/index.phpeli