Íslensk tónlist í Hofi
25.10.2013
Íslensk tónlist í Hofi
Íslensk tónlist í Hofi miðvikudaginn 30. október kl. 20:00
Á tónleikunum flytja María Podhajska fiðluleikari og Agnieszka Kozło píanóleikari íslenska tónlist. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Jón Nordal, Hildigunni Rúnarsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson.
Íslensk tónlist í Hofi miðvikudaginn 30. október kl. 20:00
Á tónleikunum flytja María Podhajska fiðluleikari og Agnieszka Kozło píanóleikari íslenska tónlist. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Jón Nordal, Hildigunni Rúnarsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Tónleikarnir eru liður í doktorsnámi Maríu, en doktorsverkefni hennar fjallar um fiðlutónlist eftir íslensk tónskáld. María stefnir að því að kynna íslenska fiðlutónlist erlendis með doktorsritgerðinni sinni og einnig stefnir hún að því síðar í vetur að taka upp geisladisk með íslenskri tónlist.
María mun verða með stutta kynningu á verkunum þriðjudaginn 29. október kl. 16:30-17:00 í Hömrum.
Aðgangur að tónleikunum í Hofi er ókeypis.