Þverflautuhátíð
14.10.2013
Þverflautuhátíð
Þverflautunemendur alls staðar af landinu hittust á allsherjar þverflautuhátíð sem haldin var í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar helgina 11.-13. október. Eftir stífar æfingar voru sannkallaðir uppskerutónleikar þar sem nemendur komu saman í fjórum getuskiptum flautukórum.
Þverflautunemendur alls staðar af landinu hittust á allsherjar þverflautuhátíð sem haldin var í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar helgina 11.-13. október. Eftir stífar æfingar voru sannkallaðir uppskerutónleikar þar sem nemendur komu saman í fjórum getuskiptum flautukórum. Á myndinni fagna allir 90 flautuleikararnir vel heppnuðum tónleikum í Hásölum. Nokkrir nemendur Tónlistarskóla Akureyrar tóku þátt og Petrea Óskarsdóttir þverflautukennar var einn af kennurunum á hátíðinni.