Fara í efni

Barátta gegn einelti

Barátta gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og skv. upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu munu klukkur, bjöllur og skipsflautur óma í 7 mínútur um allt land frá kl. 13.00 - 13.07 í þeim tilgangi að vekja athygli á þjóðarsáttmála gegn einelti sem undirritaður var í Höfða árið 2011.

 

 

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og skv. upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu munu klukkur, bjöllur og skipsflautur óma í 7 mínútur um allt land frá kl. 13.00 - 13.07 í þeim tilgangi að vekja athygli á þjóðarsáttmála gegn einelti sem undirritaður var í Höfða árið 2011.

Klukknahringjararnir Ludvig Kári og Hjörleifur ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessu og hyggjast leita samþykkis þeirra á Glerártorgi fyrir því að hrúga öllum klukkum og bjöllum sem við eigum þangað út eftir þann 8. og láta þær hljóma þessar sjö mínútur.  Þeir vona sannarlega að við getum öll náð samstöðu um þennan mikilvæga gjörning og biðja kennara sérstaklega um að benda sér á nemendur sem gætu tekið þátt í þessu með okkur.  Þeir sem yrðu með þyrftu þá að vera mættir um 15 mínútum fyrir eitt og væru svo lausir sjö mínutum síðar.  Þeir eru sannfærðir um að þetta verður ekki síður áhugaverð tónlistarleg upplifun fyrir þá sem taka þátt í þessu og bendum þeim sem vilja á að skoða allan þann fjölda af bjöllum sem til eru í slagverkskompunni.  Þeir hvetja um leið þá sem eiga skemmtileg hljóðfæri af þessu tagi til að koma þeim til sín fyrir þann 8. nóvember