SN - SUÐRÆNIR OG NORRÆNIR STRENGJATÓNAR
11.10.2013
SN - SUÐRÆNIR OG NORRÆNIR STRENGJATÓNAR
SN - SUÐRÆNIR OG NORRÆNIR STRENGJATÓNAR
Kammertónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Efnisskrá tónleikanna einkennist af samspili suðrænna og norrænna tóna. Flutt verður munúðarfullt verk eftir eitt af þekktustu gítartónskáldum 20. aldarinnar, hinn ítalska Mario Castelnuovo. Castelnuovo átti mjög farsælan feril sem kvikmyndatónskáld en hann samdi tónlist við ríflega 200 Hollywoodmyndir. Að auki verður sérlega spennandi frumflutningur á tónverki eftir hinn finnska Matta Saarinen. Matti leggur áherslu á grunntækni um leið og hann gefur sér frelsi til að fara út fyrir rammann og nálgast tónlistina með nýjum hætti í tónsmíðum sínum.
SN - SUÐRÆNIR OG NORRÆNIR STRENGJATÓNAR
Kammertónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
Efnisskrá tónleikanna einkennist af samspili suðrænna og norrænna tóna. Flutt verður munúðarfullt verk eftir eitt af þekktustu gítartónskáldum 20. aldarinnar, hinn ítalska Mario Castelnuovo. Castelnuovo átti mjög farsælan feril sem kvikmyndatónskáld en hann samdi tónlist við ríflega 200 Hollywoodmyndir. Að auki verður sérlega spennandi frumflutningur á tónverki eftir hinn finnska Matta Saarinen. Matti leggur áherslu á grunntækni um leið og hann gefur sér frelsi til að fara út fyrir rammann og nálgast tónlistina með nýjum hætti í tónsmíðum sínum.
Matti Saarinen gítarleikari nam klassískan gítarleik í Svíþjóð í Tónlistarháskólanum í Malmö og við Síbelíusarakademíuna í Helsinki. Hann fór þaðan til Austurríkis og útskrifaðist frá Tón- og leiklistarháskólanum í Vín. Matti hefur komið fram sem einleikari og hljóðfæraleikari víða í Evrópu og Íslandi með ýmsum kammerhópum sem og SN. Hann flutti hingað til lands 2006 og starfar sem tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akureyri.
Nánari upplýsingar á www.menningarhus.is