Fara í efni

SN - „VEITSLA“ - SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT FÆREYJA

SN - „VEITSLA“ - SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT FÆREYJA

Sinfóníuhljómsveit Færeyja heimsækir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Sinfóníuhljómsveit Færeyja var stofnuð 1983 og fagnar því um þessar mundir 30 ára afmæli sínu. Hljómsveitin var stofnuð í kjölfar opnunar Norræna hússins í Færeyjum þar sem eru kjöraðstæður til tónleikahalds.

Sinfóníuhljómsveit Færeyja heimsækir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Sinfóníuhljómsveit Færeyja var stofnuð 1983 og fagnar því um þessar mundir 30 ára afmæli sínu.  Hljómsveitin var stofnuð í kjölfar opnunar Norræna hússins í Færeyjum þar sem eru kjöraðstæður til tónleikahalds. Þar hélt hún sína fyrstu tónleika 19. júní 1983 og hefur átt miklum vinsældum að fagna æ síðan. Hljómsveitin heldur allt að 20 tónleikum á ári og er þekkt fyrir fjölbreytt og metnaðarfullt efnisval. Aðalhljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson en hann hefur lagt sitt af mörkum til að skapa Sinfóníuhljómsveit Færeyja sérstöðu og glæsileika.

Í tilefni af stórafmæli sínu heimsækir Sinfóníuhljómsveit Færeyja Norðurland. Á efnisskránni er m.a.píanókonsert í flutningi hins rússneska Pavel Rajkerus og frumflutningur á verki eftir Sunleif Rasmussen sem er meðal áhrifamesta tónlistarfólks Færeyja. Verkið er afmælisgjöf hans til Sinfóníuhljómsveitar Færeyja og fagnaðarefni að Norðlendingar og aðrir gestir fái að njóta góðs af.