Fara í efni

HYMNODIA – FJÖLBRAGÐASÝNING

HYMNODIA – FJÖLBRAGÐASÝNING

HYMNODIA – FJÖLBRAGÐASÝNING Fjölbragðasýning er orð sem kannski lýsir best þessu nýjasta verkefni Hymnodiu. Kórinn hefur viðað að sér alls kyns tónlist frá ýmsum löndum og ýmsum tímum og af ýmsum stefnum en líka hljóðfærum af ólíkum toga.

HYMNODIA – FJÖLBRAGÐASÝNING

Fjölbragðasýning er orð sem kannski lýsir best þessu nýjasta verkefni Hymnodiu. Kórinn hefur viðað að sér alls kyns tónlist frá ýmsum löndum og ýmsum tímum og af ýmsum stefnum en líka hljóðfærum af ólíkum toga. Allt hefur verið sett í einn pott og hrært í. Bætt er út í leikaraskap og látbragði, jafnvel dansi, gríni og glensi en allt verður þetta að koma í ljós því endanleg blanda verður til á tónleikunum sjálfum. Það eru engin takmörk fyrir uppátækjum Hymnodiu!