Fara í efni

VIÐ SLAGHÖRPUNA - BJÖRG OG JÓNAS

VIÐ SLAGHÖRPUNA - BJÖRG OG JÓNAS

VIÐ SLAGHÖRPUNA - BJÖRG OG JÓNAS 10.10.2013 kl. 20:00 Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari bjóða áheyrendum í ferðalag um heim tónlistarinnar í tali og tónum.

VIÐ SLAGHÖRPUNA - BJÖRG OG JÓNAS

 

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari bjóða áheyrendum í ferðalag um heim tónlistarinnar í tali og tónum. Björg er Akureyringum af góðu kunn og m.a. fyrrum bæjarlistamaður Akureyrar. Jónas kemur nú fram á tónleikum á Akureyri eftir langt hlé og leikur á Steinway konsertflygil Hofs, sem gefinn var til minningar um Ingimar Eydal, en svo skemmtilega vill til að Jónas valdi það hljóðfæri fyrir Tónlistarfélag Akureyrar á sínum tíma. Björg og Jónas munu flytja ljóðaprógram eftir Schumann og Sibelius og sjaldheyrðar íslenskar perlur eftir Jakob Hallgrímsson og Jóhann Ó. Haraldsson.