Fara í efni

Fréttir

Innritun 2010-2011

Innritun fyrir skólaárið 2010-2011 stendur yfir 26. apríl – 7. maí 2009 og verður einungis tekið við rafrænum umsóknum að þessu sinni.  Umsóknareyðublaðið er hægt að nálgast HÉR. Ef ekki er tölva á heimilinu geta umsækjendur komið við á skrifstofu skólans að Hvannavöllum 14 og sótt um en þar er heitt á könnunni og boðið upp á tölvu til innritunar.  Starfsfólk skólans ...

Ný áfangapróf

Um þessar mundir fara fram fyrstu ritmísku áfangaprófin á íslandi í tónlistarskólanum á Akureyri.  Trommu- bassa- og söngnemendur ríða á vaðið í þessum merkilega áfanga sem hófst með því að

Spænsk Ástríða!

Leiklestur númer þrjú í leiklestraröð LA fer fram miðvikudagskvöldið 7. apríl kl. 20.00 í Samkomuhúsinu. Nemendur og kennarar í Tónlistarskólanum á Akureyri munu koma fram og leika tónlist í anda verkanna sem leiklesin verða. 

Áfangapróf

ATH. VEGNA ÁFANGAPRÓFA 24. 25. OG 26. MARS ÞÁ FALLA NIÐUR ÝMSIR HÓPTÍMAR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG. VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND VIÐ YKKAR KENNARA TIL AÐ FÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR.

Spunatímar-mánud.kl. 19 í st. 7

Spunatímar verða á mánudögum kl. sjö í stofu 7.  Þar mun Niko Meinhold stjórna opnum tíma þar sem  nemendur geta spilað saman lög sem eru á námsskránni hjá rytmísku deildinni.

Jazzbandið í Höllinni

Jazzband tónlistarskólans fór á dögunum og spilaði á heimaleik hjá Akureyri, handboltafélagi.  Þorvaldur, Einar, Andri, Róbert og Tómas stóðu sig vel. 

Tónsmíðakeppni-úrslit

Guðmundur Ingi Halldórsson vann Tónsmíðakeppni tónlistarskólans á dögunum.  Lagið hans er "it´s only you" sem varð til í fyrra og semur hann bæði lag og texta.

Uppskeruhátíð-Viðurkenningar

Tangohljómsveit skólans og Jóhanna Sigurðardóttir, þverflautuleikari, voru valin af valnefnd til að spila á lokatónleikunum Nótunnar sem fara fram í Reykjavík 27. mars 2010.  Einnig fengu "Bláu augun þín" hópurinn viðurkenningu fyrir flutning á samnefndu lagi Gunnars Þórðarsonar.  Hér að neðan ber að líta atriðin sem fengu viðurkenningar á uppskeruhátíðinni okkar.

Uppskeruhátið tónlistarskóla-Nótan

Uppskeruhátið tónlistarskóla á Norður-og Austurlandi er í Ketilhúsinu, laugardaginn 13. mars kl. 14:00 og 15:30.  Þarna koma fram tónlistarnemendur úr tónlistarskólanum á Akureyri og fleiri skólum á svæðinu sem hafa verið valdir til þátttöku af sínum skólum. 

Einkatímar hjá þekktum tónlistarmönnum

Miðvikudaginn 10.mars 2010 eru í boði einkatímar hjá þekktum tónlistarmönnum eða þeim Hauki Gröndal, Þorgrími Jónssyni, Eric Quick og Ásgeiri Ásgeirssyni.  Þeir nemendur sem hafa áhuga er bent að hafa samband við Stefán deildarstjóra í rytmískri deild.