Fara í efni

Börn fyrir börn

Börn fyrir börn

Sunnudaginn 17. október kl. 14:00 fer fram menningarhátíð barna í Hofi undir yfirskriftinni Börn fyrir börn. Að hátíðinni koma fjölmargir aðilar sem vinna að menningarstarfi barna á Eyjafjarðarsvæðinu: Tónlistarskólinn á Akureyri, Point Dance Studio  , Tónræktin, Barnakórar Akureyrarkirku, Kór Hrafnagilsskóla, Leiklistarskóli LA, ásamt fjölmörgum grunnskóla og leikskólanemendum. 
 
Fram koma börn sem leggja stund á hinar ýmsu listgreinar ásamt listamönnum af svæðinu og sérstökum gestum á borð við Lay Low, Eyþór Inga Gunnlaugsson og Jönu Maríu Guðmundsdóttur. Kynnar verða Gréta Kristín Ómarsdóttir og Gísli Björgvin Gíslason.
Fjöldasöngur leikskólabarna fer fram frá kl. 13:15

Aðgangur að hátíðinni er ókeypis, en tekið verður við frjálsum framlögum og renna þau óskipt til Hetjanna, félags langveikra barna á Norðurlandi.
Hægt er að nálgast miða í miðasölu Hofs virka daga frá kl. 13:00-19:00.