Fara í efni

Fréttir

Íþróttir og tónlist

24. janúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar: Stórsveit Tónlistarskólans var frábær! Stórsveit Tónlistarskóla Akureyrar fór hreinlega á kostum þegar sveitin lék fyrir leik og aftur í hálfleik í Íþróttahöllinni á fimmtudagskvöldið í tengslum við leik Akureyrar og Víkings. Sveitin var með ákaflega skemmtilegt prógram og vakti gríðarlega athygli áhorfenda.  Þórir Tryggvason sendi okkur hátt í sextíu myndir af stórsveitinni sem er hægt að skoða hér.

Jólatónleikar Tónak og LA

Tónak og LA héldu saman jólatónleika á dögunum.  Var einróma álit viðstaddra að vel hefði tekist til og er líklegt að þetta verði að árlegum viðburði.  Hér að neðan gefur að líta síðari hluta tónleikanna

Dýrleif sest í helgan stein

Dýrleif Bjarnadóttir píanókennari lauk störfum við Tónak á dögunum en þá hafði hún starfað við skólann í 44 ár.  Dýrleif hóf sjálf nám við tónlistarskólann á Akureyri árið 1951 þá aðeins 8 ára 

Íþróttir og tónlist?

24. janúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar: Stórsveit Tónlistarskólans var frábær! Stórsveit Tónlistarskóla Akureyrar fór hreinlega á kostum þegar sveitin lék fyrir leik og aftur í hálfleik í Íþróttahöllinni á fimmtudagskvöldið í tengslum við leik Akureyrar og Víkings. Sveitin var með ákaflega skemmtilegt prógram og vakti gríðarlega athygli áhorfenda.  Þórir Tryggvason sendi okkur hátt í sextíu myndir af stórsveitinni sem er hægt að skoða hér.  

Framundan

26.-27.feb. Vetrarfrí.   05. mar.   Fimmtudagstónleikar  11. mar. - Þorgerðartónleikar

Dagskrá laugard. 21. feb 2009

Dagskráin í Tónlistarskólanum laugardaginn 21. febrúar. OPIÐ HÚS að Hvannavöllum 14, kl. 10:00 - 14:00, hljóðfærakynningar í stofum 1 - 7. Komið og kynnið ykkur nám og hljóðfæri í Tónlistarskólanum. Kennarar til viðtals og ráðleggingar á staðnum. Opnar tónsmiðjur sem hér segir: kl. 10:30 í stofu 8 - Yngstu börnin, hreyfisöngvar, umsjón Lára Sóley                í stofu 10 - Tónlist og myndlist, umsjón Ívar kl. 11:30 í stofu 8 - Æfing og tilsögn fyrir Öskudagsliðin, mætið endilega í búningum, umsjón Heimir Bjarni                í stofu 9 - Spuni                í stofu 10 - Andlitsmálun, umsjón Tiina kl. 12:30 í stofu 8 - Æfing og tilsögn fyrir Öskudagsliðin, mætið endilega í búningum, umsjón Heimir Bjarni                í stofu 9 - Trommuhringur, umsjón Ingvi Rafn                í stofu 10 Andlitsmálun, umsjón Tiina kl. 13:30 í stofu 9 - Trommuhringur, umsjón Ingvi Rafn                í stofu 10 - Tónlist og myndlist, umsjón Ívar Ekki þarf að skrá sig fyrirfram í tónsmiðjurnar, bara mæta og taka þátt á meðan húsrúm leyfir. TÓNLEIKAR á SAL SKÓLANS KL. 10:00, 11:00, 12:00 OG 13:00Blönduð dagskrá, einleiks og samleiksverk. TÓNLEIKAR KL. 14:00 Í SAFNAÐARHEIMILI AKUREYRARKIRKJU,Fram kemur m.a. nýstofnuð Sinfóníuhljómsveit skólans. TÓNLEIKAR KL. 15:00 Í EYMUNDSSON, HAFNARSTRÆTITangóbandið, BigBandið og rokkhljómsveitir. TÓNLEIKAR KL. 16:00 á SAL BREKKUSKÓLAMilli 50-70 gítarnemendur af Eyjafjarðarsvæðinu koma fram og spila m.a. allir saman eitt lag. KAFFISALA Í TÓNLISTARSKÓLANUM FRÁ KL. 10:00-14:00 Á VEGUM FORELDRAFÉLAGANNA