Fara í efni

Samstarf Tónak og Rósenborgar

Samstarf Tónak og Rósenborgar

Samstarf Tónlistarskólans og UngmennaHúss í Rósenborg möguleikamiðstöð, veturinn 2009-2010

Í byrjun vetrar 2009-2010 hófu tónlistarskólinn á Akureyri og ungmennahús í Rósenborg - möguleikamiðstöð samstarf. Tónlistarskólinn fær kennsluaðstöðu og nýtir tónleikasal eða og aðra aðstöðu sem í boði er í Rósenborg. Í staðinn ætlar Tónlistarskólinn að vera með fjölbreytta tónlistarviðburði í UngmennaHúsinu fyrir notendur þess.

Vonir standa til þess að enn frekari tækifæri skapist fyrir nemendur tónlistarskólans til þess að koma fram og er ætlunin sú að tengja saman ungmennahópa sem þegar eru starfandi eru í húsinu.


Meginmarkmið með þessu samstarfi eru:

·       Auka sýnileika tónlistarskólans

·       Að vekja áhuga ungmenna á tónlistarnámi

·       Að fjölga viðburðum á vegum ungmennahúss

·       Að fjölga tækifærum ungmenna til að taka þátt í fjölbreyttu tónlistarstarfi undir handleiðslu fagfólks

·       Að styrkja stöðu ungmennahúss sem miðstöðvar fyrir skapandi tónlistarstarf


Fyrirhuguð eru eftirfarandi verkefni:

·       Jóla og vortónleikar ritmiskrar deildar.

·       Opin DVD kvöld.  

·       Sameiginlegir viðburðir.  S.s. tónleikar þar sem hljómsveitir frá Rósenborg  og      
        tónlistarfólk frá Tónlistarskólanum leiða saman hesta sína.

·       Opnar smiðjur á þemadögum eftir því sem hægt er.