Nemendur Tónak á hljómsveitarnámskeiði
23.09.2009
Nemendur Tónak á hljómsveitarnámskeiði
Nokkrir strengjanemendur úr Tónlistarskólanum voru á hljómsveitarnámskeiði á vegum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands fyrir lengra komna tónlistarnema.
Námskeiðið stóð yfir dagana 12. - 26. september og lauk með tónleikum í Háskólabíói laugardaginn 26. september.
Stjórnandi á námskeiðinu var Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri SÍ, en jafnframt voru leiðarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stýrðu raddæfingum.
Námskeiðið var nemendum að kostnaðarlausu. Með því vill Sinfóníuhljómsveit Íslands
kynnast ungum tónlistariðkendum og veita þeim tækifæri til að:
- spila í stórri nemendahljómsveit með aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands
- kynnast atvinnufólki í hljómsveitarleik í klassíska geiranum
- kynnast hinni mögnuðu sinfóníu nr. 5 eftir Shostakovich
- kynnast starfsumhverfi atvinnusinfóníuhljómsveitar á Íslandi
Námskeiðið stóð yfir dagana 12. - 26. september og lauk með tónleikum í Háskólabíói laugardaginn 26. september.
Stjórnandi á námskeiðinu var Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóri SÍ, en jafnframt voru leiðarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stýrðu raddæfingum.
Námskeiðið var nemendum að kostnaðarlausu. Með því vill Sinfóníuhljómsveit Íslands
kynnast ungum tónlistariðkendum og veita þeim tækifæri til að:
- spila í stórri nemendahljómsveit með aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands
- kynnast atvinnufólki í hljómsveitarleik í klassíska geiranum
- kynnast hinni mögnuðu sinfóníu nr. 5 eftir Shostakovich
- kynnast starfsumhverfi atvinnusinfóníuhljómsveitar á Íslandi