Spunatímar verða á mánudögum kl. sjö í stofu 7. Þar mun Niko Meinhold stjórna opnum tíma þar sem nemendur geta
spilað saman lög sem eru á námsskránni hjá rytmísku deildinni.
Guðmundur Ingi Halldórsson vann Tónsmíðakeppni tónlistarskólans á dögunum. Lagið hans er "it´s only
you" sem varð til í fyrra og semur hann bæði lag og texta.
Tangohljómsveit skólans og Jóhanna Sigurðardóttir, þverflautuleikari, voru valin af valnefnd til að spila á lokatónleikunum
Nótunnar sem fara fram í Reykjavík 27. mars 2010. Einnig fengu "Bláu augun þín" hópurinn viðurkenningu fyrir flutning
á samnefndu lagi Gunnars Þórðarsonar. Hér að neðan ber að líta atriðin sem fengu viðurkenningar á
uppskeruhátíðinni okkar.
Uppskeruhátið tónlistarskóla á Norður-og Austurlandi er í Ketilhúsinu, laugardaginn 13. mars kl. 14:00 og
15:30. Þarna koma fram tónlistarnemendur úr tónlistarskólanum á Akureyri og fleiri skólum á svæðinu
sem hafa verið valdir til þátttöku af sínum skólum.
Miðvikudaginn 10.mars 2010 eru í boði einkatímar hjá þekktum tónlistarmönnum eða þeim Hauki Gröndal, Þorgrími
Jónssyni, Eric Quick og Ásgeiri Ásgeirssyni. Þeir nemendur sem hafa áhuga er bent að hafa samband við Stefán deildarstjóra í
rytmískri deild.
Ókeypis tónleikar og námskeið fyrir nemendur tónlistarskólans á Græna Hattinum, fimmtudaginn 4. mars kl. 17:00-18:30. Christian Vuust og
félagar ásamt Einari Má munu blanda saman tónlist og ljóðlist. Nemendur eru hvattir til að mæta á þennnan viðburð.
Dagur tónlistarskólanna er laugardaginn 27. febrúar. Þá verður margt að gerast innan skólans; tónleikar í Ketilhúsi og
Eymundsson, smiðjur og hljóðfærakynningar í skólanum.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri.
Tónleikar í Akureyrarkirkju sunnudaginn 14. febrúar kl. 16:00
Á þessum tónleikum teflum við saman nýrri og gamalli tónlist. Fluttur verður fiðlukonsert eftir Hauk Tómasson þar sem Sigrún
Eðvaldsdóttir fiðluleikari leikur einleik. Aðgangur er ókeypis fyrir nemendur Tónlistarskólans.