Fara í efni

Tónsmíðakeppni-úrslit

Tónsmíðakeppni-úrslit

Guðmundur Ingi Halldórsson vann Tónsmíðakeppni tónlistarskólans á dögunum.  Lagið hans er "it´s only you" sem varð til í fyrra og semur hann bæði lag og texta.

Guðmundur vinnur sem stuðningsfulltrúi, pizzugerðarmaður og tónlistarmaður.  Hann er að læra á bassa hjá Stefáni og syngur meðal annars í Rocky Horror næsta vetur.  Verðlaun í Tónsmíðakeppninni eru stúdíotímar í nýju studio í Hofi.  Guðmundur er fjölhæfur því hann semur ekki aðeins lag og texta heldur syngur hann líka raddir og spilar á gítar og á bassa í laginu sínu.  Hann stefnir á að komast í leiklistarskóla í haust í Reykjavík og fer í prufu á næstu dögum.