Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri
03.02.2010
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri.
Tónleikar í Akureyrarkirkju sunnudaginn 14. febrúar kl. 16:00
Á þessum tónleikum teflum við saman nýrri og gamalli tónlist. Fluttur verður fiðlukonsert eftir Hauk Tómasson þar sem Sigrún
Eðvaldsdóttir fiðluleikari leikur einleik. Aðgangur er ókeypis fyrir nemendur Tónlistarskólans.
Upphaf strengjasveitar við tónlistarskólann á Akureyrar verður rakið aftur til ársins 1973 þegar Michael Jón Clarke hafði frumkvæðið að því að hefja starfsemi strengjasveitar við skólann. Vöxtur hljómsveitarstarfs var ör fyrstu árin og fljótlega var kominn vísir að Kammerhljómsveit Tónlistarskólans, sem hefur starfað með hléum, og varð seinna Kammerhljómsveit Akureyrar. Síðar varð sú hljómsveit að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Guðmundur Óli Gunnarsson hefur verið stjórnandi strengjasveitarinnar frá árinu 1992.
Einnig verður á efnisskránni Sinfónía nr. 25 eftir W.A.Mozart, Valse triste eftir J. Sibelius og Pavane eftir G. Faure.
Á þessum tónleikum fær SN til liðs við sig Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri. Eru þessir tónleikar samstarfsverkefni
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Tónlistarskólans á Akureyri.
Upphaf strengjasveitar við tónlistarskólann á Akureyrar verður rakið aftur til ársins 1973 þegar Michael Jón Clarke hafði frumkvæðið að því að hefja starfsemi strengjasveitar við skólann. Vöxtur hljómsveitarstarfs var ör fyrstu árin og fljótlega var kominn vísir að Kammerhljómsveit Tónlistarskólans, sem hefur starfað með hléum, og varð seinna Kammerhljómsveit Akureyrar. Síðar varð sú hljómsveit að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Guðmundur Óli Gunnarsson hefur verið stjórnandi strengjasveitarinnar frá árinu 1992.