Dagur tónlistarskólanna
16.02.2010
Dagur tónlistarskólanna
Dagur tónlistarskólanna er laugardaginn 27. febrúar. Þá verður margt að gerast innan skólans; tónleikar í Ketilhúsi og
Eymundsson, smiðjur og hljóðfærakynningar í skólanum.
Nemendatónleikar verða haldnir kl. 10, 11 og 12 á sal skólans. Hægt verður að kynna sér hljóðfæri sem kennt er á kl. 10:30, 11:30 og 12:30. Einnig verða stuttar smiðjur eins og búksláttur, trommuhringur og smiðja fyrir litlu börnin. Í Ketilhúsinu verða tónleikar kl. 14:00 og 15:00 þar sem Sinfóníuhljómsveit skólans, slagverkshópar og fleiri koma fram. Í Eymundsson verða tónleikar kl. 16:00. Þar spila og syngja nemendur úr rytmískri deild eins og jazz-fönk og söngsamspil.