Fara í efni

Þorgerðartónleikar

Þorgerðartónleikar

Tónleikar til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur eru í Ketilhúsinu, miðvikudaginn 10.mars 2010 kl. 20:00.

Þar koma fram nemendur úr tónlistarskólanum sem eru á efri stigum náms; þ.e. nemendur sem eru í framhaldsnámi.  Aðgangur er ókeypis en við inngang er tekið við frjálsum peningaframlögum í Þorgerðarsjóð.  Þorgerðarsjóður var stofnaður af fjölskyldu hennar til minningar um Þorgerði S. Eiríksdóttur sem var í tónlistarskólanum og var efnilegur pianóleikari í framhaldsnámi í London þegar hún lést. 

Tugir fyrrum nemenda úr tónlistarskólanum á Akureyri hafa fengið styrk úr Þorgerðarsjóði í gegnum tíðina.