Fara í efni

Einkatímar hjá þekktum tónlistarmönnum

Einkatímar hjá þekktum tónlistarmönnum

Miðvikudaginn 10.mars 2010 eru í boði einkatímar hjá þekktum tónlistarmönnum eða þeim Hauki Gröndal, Þorgrími Jónssyni, Eric Quick og Ásgeiri Ásgeirssyni.  Þeir nemendur sem hafa áhuga er bent að hafa samband við Stefán deildarstjóra í rytmískri deild. Haukur Gröndal,saxófónleikari, hefur í mörg ár verið í framlínu íslensks tónlistarlífs. Hann hefur unnið töluvert með þjóðlagatónlist og þá sérstaklega frá Búlgaríu.  Þorgrímur Jónsson, kontrabassaleikari, hefur leikið með mörgum af bestu jazzspilurum landsins og er einn af betri bassaleikurum af yngri kynslóðinni.  Eric Quick, trommari, er frá Sviþjóð og hefur búið á Íslandi í nokkur ár.  Hann er með öflugustu trommurum landsins og hefur spilað með Jagúar og fleirum.  Ásgeir Ásgeirsson er vel þekktur fyrir gítarleik sinn í hinum ýmsu stílum og hefur leikið með mörgum af þekktari tónlistarmönnum landsins.