Tónsmíðakeppni
Tónsmíðakeppni
Keppnin fer fram í 2 flokkum, 13. ára og yngri og 14. ára og eldri.
Tónsmíðin skal ekki vera lengri en 3 mínútur og má vera í hvaða stíltegund sem er, með eða án söngs.
Vinna má verkið á nótum, eða leika það sjálfur og taka það upp á upptökutæki, ellegar vinna verkið í tölvuforriti eftir því sem hentar.
Tónsmíðinni skal skilað á nótum eða á diski og skal merkja nóturnar eða diskinn með dulnefni og nafni tónsmíðarinnar. Senda síðan í umslagi til Tónlistarskólans á Akureyri, merkt þannig:
Tónlistarskólinn á Akureyri, Tónsmíðakeppni
13 ára og yngri/ 14 ára og eldri (Velja annaðhvort)
Hvannavöllum 14,
600 Akureyri
Í umslaginu skal vera annað minna umslag sem inniheldur rétt nafn höfundar og símanúmer hans.
Þessi umslög má fá merkt og tilbúin á skrifstofu skólans.
Þriggja manna dómnefnd velur bestu verkin og gefin verða verðlaun fyrir 3 sem hún telur frambærilegust. Stefnt er að því að þau leikin á tónleikum á vegum skólans á vorönn 2010.
Skilafrestur er til 8. jan. 2010