Fara í efni

Foreldravika í TónAK!

Foreldravika í TónAK!

Vikan 11.-15. okt. 2010 er foreldravika í tónlistarskólanum. Kennsla verður óbreytt en foreldrar verða boðaðir í tíma með nemendum.  Er þetta gert til að stuðla að betri samskiptum og samvinnu við heimili nemendanna og veita foreldrum/forráðamönnum meiri innsýn í tónlistarnám barna sinna. Það hefur sýnt sig að árangur verður meiri þar sem nemendur fá stuðning heima fyrir. 

Hljómsveitir eru á eftirtöldum tímum og eru foreldrar velkomnir í heimsókn.

Big Band - Miðvikud. kl. 19:00-22:00 í Dynheimum 2. hæð stj. Alberto Carmona
Grunnsveit - Miðvikudag. kl. 15:30-17:00 í Dynheimum 2. hæð stj. Alberto Carmona
Flautukór - Þriðjud. kl. 17:00-19:00 í Sólheimum 2. hæð stj. Una Hjartardóttir
Tangóband - Þriðjud. kl. 18:30-19:30 í Dynheimum 2. hæð stj. Alberto Carmona

Strengjasveitirnar eru í leyfi þessa viku vegna strengjamótsins sem verður helgina 8.-10. okt. en við hvetjum foreldra strengjanemenda til að mæta á tónleikana sunnudaginn 10. okt. klukkan 13:00 í Hamraborg í Hofi.
Einnig eru smætti hljómsveitir og samspil á ýmsum tímum.

Kjarnagreinakennari er Ívar Aðalsteinsson.
Skapandi tónlistarmiðlun, Hjördís Eva Ólafsdóttir.
Tónæði, Ármann Einarsson, Hjördís Eva Ólafsdóttir og Kati Saarinen.