Sambaskólinn
16.10.2010
Sambaskólinn
Mánudaginn 18.okt kl. 16:00-17:00 mun Sambaskólinn taka til starfa. Allir nemendur tónlistarskólans eru hjartanlega velkomnir en mælst er til að
nemendur
í Rythmísku deildinni taki þátt. Skólinn er í Hömrum og er Rodrigo Lopez stjórnandi. Vert er að taka fram að það er 8 ára
aldurstakmark. Þ.e. allir 8 ára og eldri eru velkomnir. Einnig að þetta er í allan vetur, ekki bara námskeið, og er innifalið í
skólagjöldunum. Þá er bara að mæta kl. 16:00 í Hamra, litla salnum á 1 hæðinni og skrá sig.